Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 214
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999 Sveitarfélög
ingar sem annast gripaflutninga og GKK-
flutningar sem annast póstflutninga. Hús
þeirra er um 400 fermetrar.
Verslunin Vörufell byggði glæsilegt
luisnæði á árinu sem er góð viðbót við
fyrrverandi aðstöðu.
Þannig að alls voru í byggingu hátt á
3ja þúsund fermetrar af nýju húsnæði í
hreppnum á árinu 1998, auk nokkurra
sumarbústaða og eins einbýlishúss. Sumar-
bústöðum hefur fjölgað undanfarin ár og
eru þeir orðnir tvöfalt fleiri í árslok 1998
en þeir voru árið 1991.
Tívolfhús á Gaddstaðatlatir
Ahugamenn um að kaupa og reka reið-
og sýningahöll í nágrenni Gaddstaðaflata
höfðu forgöngu um það að athugað var
með kaup á svokölluðu „Tívolíhúsi“ sem
er í Hveragerði. Húsið er nálægt því að
vera helmingur af upphaflegu tívolíhúsi en
hinn helmingurinn er risinn að Kirkju-
lækjarkoti í Fljótshlíð. Kaupin voru stað-
fest með formlegum hætti sl. haust. Stefnt
er að stofnun hlutafélags um kaup og
endurbyggingu hússins. Hreppsnefnd
Rangárvallahrepps samþykkti að hrepp-
urinn yrði hluthafi í félaginu við stofnun
þess.
Viðurkenningar fyrir snyrtilegt
umhverfi og góða umgengni 1998
Að tiliögu umhverfis- og atvinnu-
málanefndar veitli hreppsnefnd Rangár-
vallahrepps nokkrum aðilum viðurken-
ningar fyrir snyrtilegt umhverfi og góða
umgengni við hýbýli sín og aðra aðstöðu.
Eftirtaldir aðilar fengu viðurkenningar að
þessu sinni:
Fyrir íbúðarhús og lóð á Hellu: Guðrún
Guðmundsdóttir og Olafur A. Guðmunds-
son, Borgarsandi 7 á Hellu.
Fyrirtæki: Islandspóstur hf., Þrúðvangi
lOáHellu.
Býli í Rangárvallahreppi: Anna Björg-
vinsdóttir og Jósep Benediktsson, Varma-
dal á Rangárvöllum.
Sumarbústaður/ir: Eigendur sumarbú-
staða á lóðum nr. 4, 5 og 6 í landi Gadd-
staða við Hróarslæk (þeir standa saman að
umhverfismálum á svæðinu).
Hreppsnefndin bauð framangreindum
aðilum til samsætis þar sem þeim voru
afhentar viðurkenningarnar, sem eru fyrir
almennt snyrtilegt yfirbragð viðkomandi
eigna og lenda og áralanga natni og dugn-
að við viðhald þeirra. Ekki er endilega um
skrúðgarða að ræða eða þ.u. 1., þó að það
geti í mörgum tilfellum farið saman.
Tilgangurinn með veitingu þessara viður-
kenninga er að hvetja alla til þess að halda
umhverfinu snyrtilegu og stuðla að því að
byggðin hvarvetna í hreppnum sé til
fyrirmyndar um góða umgengni.
Sveitarstjórnarkosningar
Boðnir voru fram 2 framboðslistar við
sveitarstjórnarkosningarnar í maí, 1998.
Það voru K-listi, listi almennra hreppsbúa
og S-listi, framboðslisti sjálfstæðismanna
og óháðra áhugamanna um sveitarstjórnar-
mál í Rangárvallahreppi.
Eftirtaldir voru kosnir í hreppsnefnd
Rangárvallahrepps: Drífa Hjartardóttir,
bóndi, Keldum (S), Eggert Valur Guð-
mundsson, verkamaður, Freyvangi 1 (K),
Oli Már Aronsson, vélfræðingur, Heið-
vangi 11 (S), Viðar H. Steinarsson, bóndi,
Kaldbak (K), Þorgils Torfi Jónsson, slátur-
hússtj., Freyvangi 6 (S).
A fyrsta fundi nýkjörinnar hrepps-
nefndar í júní voru oddviti og varaoddviti
kjörin. Oddviti Rangárvallahrepps er Oli
Már Aronsson sem byrjaði sitt þriðja
kjörtímabil sem slíkur. Varaoddviti er
Drífa Hjartardóttir og er þetta annað
kjörtímabil hennar í því starfi, en það
fjórða í hreppsnefnd. Samþykkl var að
ráða Guðmund Inga Gunnlaugsson áfrarn
-212-