Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 88
Goðasteinn 1999
veðrið verið stillt og hljóðbært í besta
lagi. Seinnipart nætur gengu þeir vestur
af Laufafelli, var þá ákveðið að ganga
til byggða eins og fyrr er getið. Frá
Laufafelli að Reyðarvatni eru um 50
kílómetrar, en þaðan var Sigurgeir eins
og getið er um í upphafi.
Tómas á Reyðarvatni brá fljótt við
er hann frétti að vinnumaður hans var
týndur. Næsta morgun með birtu lagði
hann af stað með 20 menn ríðandi til
leitar, sem hann hafði safnað saman á
bæjum í sveitinni. Ekki var um síma að
ræða svo fara varð heim til að tala við
menn, fá þá til að koma í leitina, járna
þurfti hesta og taka til nestisbita.
Man ég að Egill á Stokkalæk sagði
frá því þegar Tómas kom þar um miðja
nótt til að fá mann til leitar, að þá hefði
ekki verið neitt logn yfir Tómasi. Lagt
var af stað í leitina á sama tíma og Sig-
urgeir fór með kindahóp sinn frá Hvít-
mögubóli. Þennan dag fór frá Odda
Isak Ingimundarson póstur til Reykja-
víkur, flutti hann þessa frétt þangað.
Birtist hún síðan í blaðinu Isafold. Þar
var fullyrt að Sigurgeir hefði orðið úti á
afréttinum en nafn hans var þó ekki
nefnt.
Sigurgeir átti ólifaða langa ævi eftir
þetta. Varð honum ekkert um þessa
þrekraun. Arið 1897 flutti hann til
Reykjavíkur og fór að læra járnsmíði
sem hann lauk með meistararéttindum.
Síðar fór hann til Kaupmannahafnar,
lærði þar málmsteypu, fékk meistara-
réttindi í þeirri iðn. Stofnaði því næst
málmsteypu hér, sem mun hafa verið
sú fyrsta á landinu. Þegar hann yfirgaf
málmsteypuna tók hann til við pípu-
lagnir, fékk þar einnig meistararéttindi.
Löngu áður hafði hann ásamt bróður
sínum, Gísla, lagt fyrsta miðstöðvar-
kerfið í Reykjavík, var það í húsið
Kirkjuhvol, gufuhitun.
Læt ég þá þessum þætti lokið.
Ástæða þess að ég hefi sett þetta á
blað, er sú að ég vildi leiðrétta nokkrar
villur í þætti O.E. og að þetta atvik er
nú flestum gleymt en má gjarnan hald-
ast í minni.
e/yi Úrh mdraðanui ■44 Frá Oddgeiri 71 Guðjónssyni
Gáta Hver er sú eik á jörðu vaxin, sem hefur tólf tágar og tvær mjög digrar. Upp af tágum öll hol innan, þar í liggur líf og dauði. Tvær eru kvíslar á henni að ofan, sitja fjórir sveinar á hvorri. Yfir- mann hafa þeir einn yfir fjórum, æ samlyndir alltaf vinna. Borg er lítil á henni að ofan, hana hafa smíðað þrír meistarar og nú ganga undir hana sauðir, nautin, svín og geitur, sjávarfiskar og sæði jarðar. Göt eru tvö og gerð með listum, gluggar tveir og gler með steinum, og á hlið- unum báðum, illt og gott þar innum gengur. Ull þar vex og akur á henni með ýmsum er hún þó vaxin. Nú mega rekk- ar ráða gátu, sérhvern punkt með sínum greinum. (Lausn: Bls. 243)
-86-