Goðasteinn - 01.09.1999, Page 288
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
Reykjalundi og sótt þar verulega
heilsubót, en smátt og smátt hnignaði
heilsu hennar. Hún andaðist eftir stutta
sjúkrahúsvist á Sjúkrahúsi Suðurlands
2. október 1998 og fór útför hennar
fram frá Eyvindarhólakirkju 10. októ-
ber.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti.
Björgvin Guðlaugsson,
Dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli
Björgvin Guðlaugsson var fæddur
hinn 22. des. árið 1923, sonur hjónanna
Guðlaugs Bjarnasonar mjólkurbílstjóra
frá Kröggólfsstöðum í Ölfusi og
Lárettu Sigríðar Sigurjónsdóttur hús-
freyju frá Saltvík á Kjalarnesi. Hann
lést í Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hinn
17. okt. s.l. Guðlaugur faðir hans var
fæddur árið 1889 og lést 1984. Móðir
hans, Láretta Sigríður fæddist árið
1894. Hún lést árið 1978. Láretta og
Guðlaugur voru ábúendur að Giljum í
Hvolhreppi frá árinu 1927, en þegar
þau fluttu þangað höfðu þau eignast
fjögur af sex börnum sínum, en þau eru
þessi í aldursröð: Sigmar f. árið 1922,
verslunarmaður á Hellu. Hann lést árið
1990. Björgvin Smári f. árið 1925,
fyrrv. verslunarmaður, búsettur á
Hvolsvelli, Bjarni f. 1926 húsvörður í
Reykjavík, Ljóla f. árið 1930, hús-
móðir, búsett hér á Hvolsvelli og
yngstur var Guðmundur Kristvin f.
1933, sjómaður, en hann lést árið 1965.
Björgvin kvæntist hinn 1. okt. árið
1949, eftir nokkurra ára óvígða sambúð
með verðandi eiginkonu sinni, Kristínu
Runólfsdóttur frá Ey í V.-Landeyjum.
Kristín var fædd hinn 24. okt. árið
1922 en hún lést aðeins sextug að aldri
árið 1982. Foreldrar hennar voru hjón-
in Runólfur Jónsson frá Króktúni í
Hvolhreppi og Friðbjörg Einarsdóttir
frá Sperðli í V.-Landeyjum.
Börgvin og Kristín hófu búskap í
Djúpadal í Hvolhreppi og bjuggu þar
til ársins 1950 er þau fluttu að Tindum
í sama hreppi. Þann tíma sem þau
bjuggu að Tindum unnu þau hörðum
höndum að því að byggja frá grunni
nýbýlið Lynghaga hvar þau bjuggu þar
til þau brugðu búi árið 1979, en þá flut-
tu þau á Hvolsvöll. Björgvin flutti að
Kirkjuhvoli árið 1996 eins og áður
segir.
Björgvin og Kristín eignuðust fjór-
ar dætur, en þær eru í aldursröð þessar:
Sigurbjörg Hulda f. í Djúpadal 4. okt.
árið 1944, starfskona á Kirkjuhvoli,
gift Sigvalda Hrafnberg atvinnurek-
anda á Hvolsvelli. Næst kenuir Guð-
laug Lára f. hinn 14. apríl árið 1946,
starfskona Hrafnistu í Hafnarfirði, gift
Braga Brynjólfssyni smið í Hafnarfirði.
Þá er það Margrét f. 25. apríl árið
-286-