Goðasteinn - 01.09.1999, Page 334
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
þar bjuggu. Áttu ungu hjónin heima í
Skarðshlíð frá upphafi, en hættu félags-
búi 1960 og tóku við rekstri verslun-
arútibús Kaupfélagsins Þórs af Jóni
föður Tómasar. Verslunarstörfin urðu
upp frá því aðalstarf hans, sem hann
sinnti af alúð og ánægju, og uppskar
vináttu og þakklæti fjölmargra er
reyndu hann að frábærri lipurð og
þjónustulund. Árið 1988 keyptu þau
hjónin verslunina og ráku hana síðan
undir nafninu Verslunin Skarðshlíð, en
höfðu sem fyrr jafnframt með höndum
lítilsháttar búskap.
Saman bjuggu þau Tómas og
Kristín sér fagurt og gott heimili, heila
og trausta umgjörð um fjölskyldu sína
sem stækkaði að vonum við mikla far-
sæld með árunum. Börnin sem Guð gaf
urðu fimm talsins. Elst er Guðrún
Anna, gift Þorgils Gunnarssyni. Þau
búa á Hellu, eiga þrjá syni á lífi en
misstu einn. Næst er Auðbjörg, gift
Hermanni Hanssyni. Þau eiga 3 dætur
og eru búsett í Reykjavík. Guðbjörg
Jóna býr einnig í Reykjavík, gift Sveini
Borgari Jóhannessyni. Þau eiga 2 syni.
Hjördís býr í Reykjavík með Þóri
Ingvarssyni og eiga þau 3 syni. Yngst-
ur er Guðmar Jón, kvæntur Helenu
Kjartansdóttur. Þau eru búsett á Hellu
og eiga einn son. Allur þessi hópur
stóð Tómasi hjarta næst, velferð þeirra
var um leið velferð hans og hamingja,
og engra stunda naut hann betur en í
faðmi fjölskyldunnar. Löngum var
honum minnisstæð Englandsferð þeirra
hjóna með börnunum öllum og tengda-
börnum á sextugsafmæli hans 1989, og
til hennar vitnaði hann oft. Barnabörn
Tómasar fóru heldur ekki varhluta af
ástríki hans og blíðu, og eignuðust í afa
sínum trúan vin og sannan sem þau
elskuðu og litu upp til.
Tómas gekk ekki heill til skógar
síðasta veturinn sem hann lifði, og í
marslok fékkst úr því skorið að hann
væri haldinn krabbameini sem örðugt
myndi reynast að ráða við. Þau hjón
fluttust til Reykjavfkur með vorinu og
settust að í Breiðavík 39 þar í borg, en
Auðbjörg dóttir þeirra tók að sér rekst-
ur búðarinnar í Skarðshlíð. Austur
undir Eyjafjöll leitaði þó hugur Tómas-
ar löngum og heima í Skarðshlíð
dvöldust þau hjónin eins oft og lengi
og aðstæður frekast leyfðu. Tök veik-
indanna hörðnuðu þó smám saman, og
eftir nokkurra daga dvöl í Landspítal-
anum í Reykjavík kom kallið hinsta
hinn 1. ágúst 1998. Tómas í Skarðshlíð
varð 69 ára gamall. Hann var jarðsettur
í Eyvindarhólum 8. ágúst 1998.
„Vinur er sá er í raun reynist.“
Slíkur reyndist Tómas Jónsson líka
mörgum er honum kynntust. Sveit-
ungar hans og vinir tjáðu hinstu kveðju
sína við útför hans með eftirfarandi
ljóðlínum:
Með þakklœti í hug og hjarta
við hefjum upp örsmátt Ijóð.
Þín vinsemd og vináttan hjarta
verðskulda dýran óð.
Samt skortir öll orð að yrkja,
óhægt er sorg að virkja.
Með Ijúfum og léttum huga
lœgðirþú storm og þraut.
Þín fordœmi flestum duga,
er fennir á lífsins braut.
Þú hjálpaðir hrjáðum í vanda,
á himnum þau verk þín standa.
-332