Goðasteinn - 01.09.1999, Page 340
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
Ef við hin þurftum að bregða
okkur í borgina var verið hjá Dóru þar
sem við vorum ávallt velkomin.
Framkoma og eðlisfar
Dóra var að eðlisfari glaðlynd og
hispurslaus í framkomu og tali. Hún
gat verið ræðin og notaði þá stundum
orð og orðasambönd sem ekki voru á
hvers manns vörum, „engva fjölmiðla-
flatneskju". Eg hef áður talað um dugn-
að hennar, gjafmildi og nægjusemi,
hiin var líka hreinskiptin og mjög
heiðarleg, mátti ekki vamm sitt vita.
Dóra var líka barngóð, ekki með neitt
kjass eða leikaraskap, en vék vingjarn-
lega að börnum, gaf þeim tíma og
spjallaði við þau. Hún var líka sérlega
hlýleg við gamalt fólk. Hún var mikill
dýravinur og voru hundar í sérstöku
uppáhaldi hjá henni. Dóra var mikill
vinur vina sinna. En hún var ekki allra,
hún átti það til að vera fáskiptin, næst-
um þurr á manninn við ókunnuga og á
seinni árum lét hún sig stundum hverfa,
ef gesti bar að garði meðan hún dvaldi
hjá okkur.
Dóra var stórlynd og þung á bár-
unni ef henni þótti gert á hlut sinn og
gleymdi því seint eða aldrei. Hún var
lengst af ævinnar sæmilega heilsu-
hraust. Um miðjan aldur gekkst hún
undir uppskurð sem hún átti lengi í af
mistökum við aðbúð og hjúkrun, en
náði þó að fá sig nokkurn veginn
jafngóða og hélt hún allgóðri heilsu
fram yfir áttrætt og reyndar lengur.
Þegar hún er um það bil áttatíu og
fimm ára varð hún fyrir bíl og slasaðist
nokkuð. Nokkru seinna var hún skorin
upp við gallsteinum, náði hún furðu
góðri heilsu eftir þetta hvort tveggja. A
seinni árum fór hún að verða mjög
sjóndöpur, og þar kom að að hún hætti
að geta lesið sem hafði verið hennar
yndi. Hún hætti líka að geta horft á
sjónvarp sér til ánægju. Eitt gat hún þó
alltaf, hún prjónaði og spann á rokkinn
sinn allt fram á síðustu mánuði.
Síðustu árin
Eins og aðrir sem ná háum aldri
fór samferðafólkið að tínast í burtu. A
tiltölulega skömmum tíma dóu systkini
hennar fjögur, þrír systkinasynir allir
um aldur fram og mjög góð vinkona
hennar. Öllu þessu tók hún með hugar-
ró, þó vissulega gengi það nærri henni.
Og nú fór ellin líka að herja á líkam-
ann, þó andinn væri skýr sem í ungri
stúlku. En með góðri hjálp bróðurdætra
sinna, Helgu og Sólveigar Pálsdætra,
sem reyndust henni frábærlega vel, gat
hún verið heima fram á síðustu mán-
uði, gerðu þær allt fyrir hana sem gera
þurfti og hún gat ekki sjálf. I apríl 1997
greindist Dóra með krabbamein og um
miðjan maí var hún lögð inn á sjúkra-
hús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hún
lést eins og áður segir 31. júlí 1997.
Dóra var jarðsungin frá Fossvogskap-
ellu 11. ágúst og grafin í Fossvogs-
kirkjugarði.
Eg held að allir þeim sem kynntust
Halldóru Guðjónsdóttur gleymi henni
ekki. Hún var góður fulltrúi fjölmargra
alþýðumanna og -kvenna sem höfðu
heiðarleika og nægjusemi að leiðarljósi
en höfnuðu græðgi og tildri, þeirra sem
höfðu sjálfsbjargarviðleitnina í heiðri
en kröfðust lítils af öðrum. Ef reisa
hefði átt bautastein yfir systrunum og
vinkonunum Júllu og Dóru frá Nefs-
holti hefði „sælla er að gefa en þiggja“
-338-