Goðasteinn - 01.09.1999, Page 102
Goðasteinn 1999
Sparisjóðurinn var mörgum hjálpar-
hella í erfiðleikum kreppuáranna.
Þangað fóru fátækir bændur á haust-
dögum árið 1930 og fengu víxla til að
kaupa sér útvarpstæki, áður en Ríkis-
útvarpið tók til starfa. Víxlarnir hljóð-
uðu upp á 150 til 200 krónur. Tvö
hundruð krónur voru þá þokkaleg mán-
aðarlaun. Ekki munu hafa verið á
markaðinum nema tvær tegundir af
útvarpstækjum, Telefunken og Philips.
Utvarpstækin samanstóðu þá af útvarp-
inu, hátalaranum, sýru, geymi og há-
spennubatteríi. Þegar útvarpið hóf
starfsemi sína voru um 500 útvarpstæki
á öllu landinu. einnig má sjá í skjölum
Sparisjóðsins að fólk, sem fór eftir ára-
mót á vertíð til Vestmannaeyja þurfti
að fá 50 til 100 króna vfxla til að greiða
með fargjaldið, bílferð til Reykjavíkur
og skipi til Eyja.
Vegurinn frá brúnni á Eystri-Rangá
austur á Hvolsvöll var lagður árið
1929. Mikið var gert í vegamálum í
héraðinu á árunum fyrir Alþingis-
hátíðina. Út allan Hvolsvöll voru vega-
slóðar og djúpar moldargötur. Þar eins
og víða mátti sjá, að bílarnir komu á
undan vegunum. Gömlu bílstjórarnir
ruddu brautir. Jafnvel var til að bíl-
stjórarnir höfðu með sér járnkarla til að
losa steina, en ekki þurfti þess í Hvols-
velli á mólendinu. Arið 1944 var tekin
í notkun nýr vegur, sem liggur beint frá
póst- og símstöðinni í Hvolsvelli niður
að Þverárbrú. Blómatími Eystri-Garðs-
auka var þá að vísu liðinn. Hnegg klifj-
aðra pósthesta þagnað, hestanna, sem
báru þung póstkoffort yfir óbrúuð jök-
ulvötn, svarta sanda og slóðir mótaðar
eftir hesthófa í aldir.
Bæjarhúsin í Eystri-Garðsauka eru
löngu horfin. Samgöngumiðstöðin, þar
sem langferðamenn hvíldu lúin bein og
gátu keypt sér brjóstsykur fyrir fimmtíu
aura í kramarhús áður en lagt var upp í
nýjan áfanga og Commander, eða Fíl-
inn, fínustu sígarettur fyrri ára. Ferða-
pelann höfðu margir á sínum stað.
Jarðýtan hefur löngu jafnað út grónar
hestatraðir í Eystri-Garðsauka. Hvols-
vallarkauptún tók við þjónustuhlut-
verkinu.
Dalssel
í meira en hálfa öld bjuggu í Dals-
seli í Vestur-Eyjafjallahreppi hjónin
Guðlaug Helga Hafliðadóttir frá
Fjósum í Mýrdal, sem fædd var árið
1877, og Auðunn Ingvarsson frá
Neðra-Dal í Vestur-Eyfjafjallahreppi,
en hann var fæddur árið 1869.
Auðunn byrjaði fljótlega eftir að
hann kom að Dalsseli að reka þar
sveitaverslun í nokkuð stórum stíl og
fékk verslunarleyfi útgefið af Einari
skáldi Benediktssyni, sem þá var sýs-
lumaður í Rangárvallasýslu. Borgara-
bréfið, eins og verslunarleyfin voru þá
nefnd var útgefið árið 1906.
Auðunn bóndi í Dalsseli rak verslun
sína í fulla fjóra áratugi. Vörurnar
komu fyrstu áratugina sjóleiðina og var
-100-