Goðasteinn - 01.09.1999, Side 296
LATNIR1998
Goðasteinn 1999
Guðmundur Þorsteinsson
frá Gularási
Guðmundur fæddist 18. október
1903 í Selinu í Skaftafelli í Öræfum
foreldrum sínum Þorsteini Guðmunds-
syni frá Maríubakka, en fæddum að
Hnappavöllum og Guðrúnu Einars-
dóttur frá Selinu, en þau bjuggu þá þar.
Guðmundur var næst elstur fjögurra
systkina, sem öll eru látin, en þau voru
Einar, Guðný og Þórunn .
Systkinin fæddust öll í baðstofunni
í Selinu og ólust upp við hina gömlu
rammíslensku baðstofumenningu, þar
sem morgni var mætt með bæn og
signingu og á kvöldin var tóvinna
unnin, hlýtt á húslestra og á föstunni
voru Passíusálmar sr. Hallgríms
Péturssonar lesnir og hugleiddir, og
sfðast hvert kvöld var bænin og
signingin innganga til svefns og hvíld-
ar. Og svo snemma sem þau höfðu
þrótt til var tekist á við störfin, að
vinna allt heima, sækja föng í bú,
leggja fyrir silung, lax og sel, sækja
fugl, reita og salta skútnsungann á
vorin og síðar fuglinn í bjarginu, fara á
fjöru í leit að öllu sem rak, því allt var
hirt og þegar heim var komið var allt
unnið af vandvirkni og alúð. Við bú-
störfin var unnið af reglusemi og sam-
viskusemi. Systkinin lærðu verkin af
foreldrum sínum og þeim var síðan
treyst og það var það mikilvægasta, að
vera trausts verður og vera sjálfum sér
nógur. Þorsteinn faðir þeirra var bú-
höldur og þekktur vatnamaður, sem
sveitungar hans báru mikið traust til.
Guðmundur bjó að þessu eins og
systkinin öll alla ævi. Móðir hans dó
1917 og fluttist þá faðir hans þremur
árum síðar með fjölskylduna að Hlíð í
Skaftártungu og síðar að Mýrum í
Alftaveri þar sem fjölskyldan var í 12
ár, en þar bjó Þorsteinn með bústýru
sinni, Þuríði Oddsdóttur, sem var við
hlið hans og fjölskyldunnár upp frá því.
1933 flutti fjölskyldan að Leiðvelli í
Meðallandi og bjuggu þau þar til 1944
þegar þau urðu að yfirgefa jörðina
vegna eyðingar hennar af völdum sand-
foks og fluttu þau þá að Gularási í
Austur-Landeyjahreppi og hófu þar
búskap sem leiguliðar og var Einar,
elsti sonurinn í forsvari fjölskyldunnar.
Það var ekki auðveld aðkoma, að fara
frá jörð, sem sandurinn hafði eyðilagt
og koma til jarðar umflotinnar vatni,
sem aðeins hestar komust að. Þau
tókust á við þurrkun jarðarinnar og
breyttu engu um sína fyrri búskapar-
hætti, voru búmenn hins gamla tíma og
bjuggu vel.
Guðmundur hafði sín ákveðnu
störf á heimilinu, var hirðirinn og
sláttumaðurinn og þar sem bróðir hans
var í forsvari, þá var hann eins og að
baki honum, hógvær og virtist dulur, en
þegar hann var tekinn tali, fannst
-294-