Goðasteinn - 01.09.1999, Page 324
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
hús. Fluttust þau út í Ásahrepp að Vet-
leifsholtsparti sem svo hét, en heitir nú
Kastalabrekka. Bærinn var þá í daglegu
tali nefndur Partur, og þar áttu þau
heima uns Tyrfingur lést árið 1947.
Bræður Sigríðar taldir í aldursröð
voru Þorsteinn, Guðmundur, Olafur,
Guðni og Tyrfingur. Þeir urðu allir fjöl-
skyldumenn og eignuðust afkomendur,
en eru nú allir látnir. Auk barna sinna
ólu þau Þórdís og Tyrfingur upp tvær
sonadætur sínar, Guðrúnu Olafsdóttur
Hafberg og Aðalheiði Þorsteinsdóttur.
Sigríður átti bjartar bernskuminn-
ingar frá Ártúnum. Eins og alsiða var,
vöndust börnin við bústörfin og námu
verkþekkingu og vinnulag kynslóðanna
í nær óbreyttri mynd þúsund ára hefðar.
Henni rann snemma í merg og bein ást
og tryggð við allt sem íslenskt var, og
unni íslenskri menninou og ættjörð
heilum huga alla ævi. I Ártúnum var
mikið sungið þegar tóm gafst til, og allt
frá barnæsku lærði Sigríður ógrynni
ljóða og vísna og sálma, sem varð
henni veisla í farangrinum. Meðal þess
voru Passíusálmar séra Hallgríms Pét-
urssonar, sem hún greip gjarnan til og
kunni utanbókar. Þegar kalt var í bæn-
um á veturna brugðu systkinin sér
stundum út í fjós þar sem þau sungu og
kváðu við ylinn frá kúnum. Blessaðar
skepnurnar voru líf og yndi Sigríðar,
og þær nutu oft og tíðum umhyggju
hennar og atlætis.
Börnin í Ártúnum sóttu skóla að
Odda á heimili prestshjónanna, frú
Sigríðar Helgadóttur og séra Skúla
Skúlasonar og var Sigríði löngum ljúft
að minnast kennslu nöfnu sinnar þar á
staðnum. Hún vandist og kirkjuferðum
til helgra tíða heim að Oddastað, sem
var í huga hennar sveipaður dýrum
ljóma helgi og frægðar.
Sigríður var afar náin Þórdísi móð-
ur sinni, og þær skildust aldrei að
meðan báðar lifðu. Eftir lát Tyrfings
fluttust þær mæðgur að Litlu-Tungu í
Holtum til Aðalheiðar, bróðurdóttur
Sigríðar, sem alist hafði upp hjá þeim í
Parti. Þórdís dó í hárri elli heima í
Litlu-Tungu haustið 1953, en Sigríður
átti þar heima til dauðadags. Hún vann
þar við flest bústörf, þörf og iðin
manneskja á heimili, hvers manns
hugljúfi, og nutu börn þeirra Aðalheið-
ar og manns hennar, Þórarins Vil-
hjálmssonar, sem lést fyrir tæpum 16
árum, ríkulega samvistanna við frænku
sína. Þau eru Karl Jóhann, Þórdís Torf-
hildur, Vilhjálmur, Vigdís, Margrét,
sem er látin, og Þorsteinn Gunnar. Þau,
ásamt fjölskyldum sínum, sakna vinar í
stað og minnast Sigríðar með mikilli
hlýju og þakklæti fyrir ástúð hennar og
umhyggju. Sjálf naut Sigríður sam-
félagsins við ástvini sína alla í Litlu-
Tungu sem hún sannarlega hafði fulla
þörf fyrir og unni öðru kærar. Hún
fylgdist vel með gangi þjóð- og heims-
mála, stálminnug og staðföst í skoð-
unum og viðhorfum.
Hún hafði mikið yndi af ferða-
lögum sem hún fór nokkur hin seinni
ár, og verður þess lengi minnst er hún
fór í vélsleðaferð upp á Vatnajökul árið
1994, tæplega 95 ára gömul. Þannig
kunni hún vel að njóta þess góða sem
tækni og þægindi nútímans bauð upp á,
þótt gildismat hennar væri meitlað af
langri lífsreynslu og byggt á öðrum
gildum en sókn eftir vindi og forgengi-
legum verðmætum.
Sigríður var heilsuhraust alla ævi
-322-