Goðasteinn - 01.09.1999, Side 330
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
vera komin á sjöunda tuginn að tölunni
til. Meiri auður verður vart eftir látinn,
enda mátti merkja bæði stolt og þakk-
læti ættföðurins þegar þetta ríkidæmi
bar á góma.
Árið 1992 lét Sigurður biiið í
Kirkjubæ í hendur yngstu sona sinna
og keypti ásamt Eveline konu sinni
býlið Kornvelli í Hvolhreppi og bjuggu
þau sér þar notalegt heimili og aðstöðu
fyrir fáeina góðhesta sér til yndisauka
þegar leið að ævikvöldi húsbóndans og
draga þurfti úr umsvifum og erli er
áður var við hæfi.
Var Sigurður sæll og sáttur í þeirri
höfn er nú var náð, og eins að vera
ofurlítið nær fjöllunum sínum kæru og
æskustöðvunum á Tjörnum. Enda áttu
þau hjónin tíðar ferðir austur undir
Fjöllin undanfarin ár. Var það venja
Sigurðar nú síðustu árin að vitja æsku-
stöðvanna hvern nýársdag, til þess að
anda að sér lífskraftinum og safna orku
þar sem hún áður hafði svo ríkuleg
veitst á æskudögum.
Heilsu Sigurðar fór hnignandi
síðustu árin, en hann bar það mótlæti af
þeirri karlmennsku sem honum var
eðlislæg, og sigraðist á aðsteðjandi
áföllum með seiglu og viljakrafti sem
engan bilbug var á að finna. Gat hann
þannig talsvert fengist við ritstörf þrátt
fyrir sjúkleika sinn, svo sem fram hefur
komið í Goðasteini og víðar. Á nýárs-
dag 1998 brá til hins verra um heilsu
hans og er sjúkleikinn ágerðist fáum
dögum síðar var hann fluttur á sjúkra-
hús, fyrst á Selfossi og síðan í Reykja-
vík. En þegar þar varð ekki ráðin bót
meina var hann aftur fluttur á Sjúkra-
hús Suðurlands á Selfossi þar sem hann
naut umhyggju og hjúkrunar ástvina
sinna og starfsfólks sjúkrahússins uns
yfir lauk hinn 28. janúar sem áður er
sagt. ^
Utför hans var gerð frá Stóra-Dals-
kirkju laugardaginn 7. febrúar 1998.
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson
Sóley Magnúsdóttir,
Hvolsvelli
Sóley Sesselja Magnúsdóttir, eins
og hún hét fullu nafni, var fædd á Hóli
í Bolungarvík 22. júní 1911 og lést á
heimili sínu Hvolsvegi 26, Hvolsvelli,
hinn 7. júlí 1998.
Foreldrar hennar voru hjónin Guð-
mundína Sigurðardóttir, húsfreyja og
Magnús Árnason, kaupmaður og
bakari. Sóley ólst upp hjá foreldrum
sínum, næstelst systkina sinna, en þau
voru í aldursröð talin: Vilhjálmur,
Kristján, Rannveig, Halldór Georg,
tveir drengir sem dóu í frumbernsku,
Guðmundur, Hansína og Lilja. Bræður
Sóleyjar eru látnir og fórst einn þeirra,
-328-