Goðasteinn - 01.09.1999, Qupperneq 62
Goðasteinn 1999
af stað að Markaskarði til smíða, hestar
voru sóttir og stigið á bak og var faðir
minn á Jakobi svo sem hann var vanur.
Þegar þeir riðu úr hlaði kallaði móðir
mín til þeirra og spurði hvað þeir yrðu
lengi. „Ætli við verðum ekki vikuna,
komum sennilega á laugardaginn
kemur.“
Svo bar ekkert til tíðinda fyrr en
næsta miðvikudag að ég þurfti að nota
hross, fór inn í haga og rak hrossin
heim, en þá þykir mér undarlega við
bregða, Jakob er kominn heim til
hrossanna sem hann var alltaf með, svo
ég segi við Guðrúnu systur mína, sem
kom á stöðulinn þegar ég kom með
hrossin. „Nú hefur Jakob svikið pabba,
aldrei þessu vant, ég verð víst að fara
með hann úr að Markaskarði á laugar-
daginn svo pabbi þurfi ekki að ganga
heim.“ Jakob var þarna á stöðlinum
með hrossunum og heyrði hvað við
ræddum.
Svo leið vikan fram á laugardag, en
þá hafði verið ákveðið að fara með
hestinn að Markaskarði, en þann dag
hafði ég ekki tíma til þess vegna ó-
væntra anna svo ekki varð af ferðinni.
Svo leið laugardagurinn að kveldi, en
þá skeður það, sem við áttum ekki von
á, faðir minn kemur um kveldið með
Guðmundi og er þá ríðandi á Jakob,
við urðum dálítið undrandi og spurðum
pabba hvort honum hefði ekki orðið
leit að klárnum. „Nei, Jakob er ekki
vanur að svíkja mig“, svaraði pabbi. Ég
spurði hann þá hvar hann hefði fundið
hestinn. „Hann var bara ofan við garð-
inn í Markaskarði“, sagði faðir minn.
Þetta er ótrúleg saga en sönn, hest-
urinn bregður sér heim um miðja vik-
una til hrossanna, sem hann var alltaf
með í heimahögum, en fer svo senni-
lega á laugardeginum frá sínum félög-
um út að Markaskarði að vitja um hús-
bónda sinn og sennilega hefur hann
vitað að hann átti að bera hann heim.
2. Kalt bað í Þverá
Á árunum 1870 til 1903 bjuggu í
Bollakoti í Fljótshlíð hjónin Símon
Olafsson og Sesselja Einarsdóttir, hjá
þeim ólst upp drengur, sem hét Þorkell
Guðmundsson, f. 17. maí á Gafli í
Flóa. Foreldrar hans voru hjónin Guð-
mundur Guðmundsson, f. 10. ágúst
1832 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, og
Þuríður Guðmundsdóttir, f. 6. júlí 1841
í Vatnskoti í Þykkvabæ. Þorkell varð
síðar bóndi í Markaskarði í Hvol-
hreppi.
Eftir að Þorkell hætti búskap og
hafði misst konur sínar tvær, fyrst
Guðrúnu Eyvindsdóttur frá Fitla-
Kollabæ og síðar Önnu Andrésdóttur
vann hann á ýmsum stöðum, var ráðs-
maður á Breiðabólstað í Fljótshlíð um
eitt skeið og vann nokkra vetur í Vest-
mannaeyjum, þar unnum við saman
eina vertíð hjá Guðmundi Jónssyni
skipstjóra á Háeyri í Vestmannaeyjum.
Þorkell var allvel greindur og mikill
dugnaðarmaður, hann sagði mér margt
frá liðnum dögum og mun ég segja hér
frá einum atburði, sem Þorkell sagði
mér.
Á þeim árum, sem Þorkell var að
alast upp í Bollakoti hafði Símon, fóstri
-60-