Goðasteinn - 01.09.1999, Page 209
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Sveitarfélög
Nokkrir þeirra hafa meðal annars stundað
nám í íslensku.
Kjötiðnaðarmenn hjá SS hafa náð frá-
bærum árangri í fagkeppnum bæði hér
innanlands og á erlendri grund. I keppni
sem haldin var á vegum Meistarafélags
kjötiðnaðarmanna síðastliðið vor fengu 14
af 17 vörum, sem sendar voru inn, verð-
laun. Niðurstöður alðjóðlegrar fagkeppni í
Herning í Danmörku voru svipaðar þegar
12 af 13 innsendum vörum fengu verðlaun.
Þessi árangur er til marks um faglegan
metnað kjötiðnaðarmanna félagsins.
Grunnurinn að þeirri atvinnuuppbygg-
ingu sem átt hefur sér stað á vegum Slátur-
félags Suðurlands á Hvolsvelli undanfarin
ár var lagður þegar félagið var stofnað af
sunnlenskum bændum við Þjórsárbrii árið
1907. Framsýni, stórhugur og samtaka-
máttur bændastéttarinnar hefur þannig
skilað framförum og árangri í atvinnu- og
byggðamálum Rangárþings í 92 ár. Megi
svo verða um ókomna tíð.
Ný fyrirtæki og breytingar á eldri
fyrirtækjum
Hótel Hvolsvöllur hóf stækkun á hótel-
inu. Stækkunin verður 24 herbergi með
baði og öllum helstu þægindum 890m2 að
stærð á tveimur hæðum. Jafnframt eru í
undirbúningi breytingar á eldra húsnæði
hótelsins. Ráðgert er að taka bygginguna í
notkun með vorinu.
Njálusýningin var flutt í nýtt og stærra
húsnæði að Ormsvelli 12 þar sem aðgengi
er allt miklu betra. Unnið er að formlegri
stofnun Sögusetursins á Hvolsvelli og
hugmyndir eru um frekari framkvæmdir til
að auka þjónustu við ferðamenn á svæð-
inu. Samstarf sveitarfélaganna sem standa
að Njálusýningunni hefur vakið mikla
athygli og nú er svo kornið að áherslan í
ferðamálum er m.a. að tengja saman
menningu, sögu og ferðamennsku sem
sveitarfélögin í austanverðri Rangár-
vallasýslu hafa verið að gera undanfarin ár.
Aðsókn að Njálusýningunni var svipuð og
á árinu 1997 eða um 5000 gestir.
Helgi Hermannsson opnaði umboðs-
skrifstofu að Ormsvelli 5 í byrjun maí.
Helgi hefur m.a. umboð fyrir Sjóvá-
Almennar hf., Prentsmiðjuna Odda hf.,
Lögmenn Suðurlandi, fasteignasölu, fram-
köllunarþjónustu o.fl.
Kökuval á Hellu setti upp brauðbúð
(bakarí) á Hvolsvelli í húsnæðinu sem
rakarastofa Hinriks við Austurveg var
áður. Hinrik flutti rakarastofu sína að
Ormsvelli 5.
Austurleið h.f. og SBS á Selfossi sam-
einuðust á árinu.
Húsasmiðjan h.f. sameinaðist SG og er
búðin nú nefnd Húsasmiðjan.
Vegagerð ríkisins bauð út viðhald og
framkvæmdir og lagði um leið niður
vinnuflokk á Hvolsvelli. Á árinu störfuðu
þar aðeins tveir menn. Jón & Tryggvi ehf.
gerðu samning um viðhald og fram-
kvæmdir þannig að vinnan helst að mestu í
sýslunni.
Ágúst Lárusson hefur keypt sér veghef-
il og tekur að sér heflun vítt og breytt um
héraðið, þ.á.m. fyrir Vegagerðina.
Ábúendaskipti á Móeiðarhvoli og
Brekkum
1 byrjun sumars tóku nýir ábúendur við
á Móeiðarhvoli og Brekkum. Bóel Anna
Þórisdóttir og Birkir Arnar Tómasson tóku
við á Móeiðarhvoli, og Guðmundur Jón
Kristjánsson og Guðrún Björg Olafsdóttir
eru nýir ábúendur á Brekkum.
Framkvæmdir
Gatnagerð, gangstígar, bflastæði
Helslu framkvæmdir sveitarfélagsins
voru í gatnagerð. Hluti Öldubakka og Gils-
bakka var steyptur og gengið frá gangstétt-
um. Byggð var ný gata, botnlangi út frá
-207-