Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 247
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
íþróttafélög
Óskar Magnússon ritari og varaformaður, Björgvin Guðmundsson og til vara er
Ingveldur Sveinsdóttir gjaldkeri, með- Rúnar Guðjónsson.
stjórnendur eru Þórhildur Bjarnadóttir og ; Eggert Sigurðssonform.
Iþróttafélagið Garpur
Stjórn Garps skipa: formaður Anna
Björg Stefánsdóttir Hrólfsstaðahelli, gjald-
keri Kristinn Guðnason Þverlæk, ritari
Kjartan Magnússon Hjallanesi, meðstjórn-
endur: Engilbert Olgeirsson Nefsholti,
Ketill Gíslason Meiri Tungu, Páll Georg
Sigurðsson Fossi, Haraldur Gísli Kristjáns-
son Hólum.
Hjá félaginu er æfð glíma, hnit, fótbolti,
körfubolti, sund og frjálsar íþróttir. Garpur
er í 2 sæti í heildar stigatöflu HSK með
142,5 stig. Við eigum marga grunnskóla-
og bikarmeiststara í glímu og erum með
kröftugt lið í stúlknaflokki og kvennatlokki
í körfubolta, en ekki náðist í lið í karla-
flokki þó æft sé af krafti.
Gefin eru út fréttabréf, auk þess voru
fréttir af starfi félagsins birtar í fréttabréfi
Holta og Landsveitar. Keyptir voru körfu-
boltar og fótboltabúningar í lok árs og var
farin sú leið að kaupa búningana með
skólanum og eru þeir merktir bæði félagi
og skóla auk styrktaraðila. Jólasveinar
félagsins fóru á stúfana á aðfangadag og er
það mjög vinsælt hjá unga fólkinu.
Anna Björg Stefánsdóttir
/
Ungmennafélag Asahrepps
Aðalfundur félagsins var haldinn í
janúar og frekar illa sóttur af félögum. A
dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.
Eftirtaldir voru kosnir í stjórn: Guðrún
Lára Sveinsdóttir formaður, Þuríður
Björnsdóttir ritari og Þorsteinn Björnsson
gjaldkeri.
Starfsemi félagsins var nánast engin á
árinu. Hins vegar tók félagið í fyrsta sinn
þátt í leikjanámskeiði HSK sem haldið var
á Laugalandi og tókst það mjög vel.
Vonandi getur félagið verið með áfram.
Guðrún Lára Sveinsdóttir
Ungmennafélagið Baldur, Hvolhreppi (UBH)
Aðalfundur félagsins var haldinn 22.
febrúar 1998 og í stjórn voru kosin: for-
maður Guðmann Óskar Magnússon, ritari
Helgi Jens Arnarson, gjaldkeri María Rósa
Einarsdóttir, varaform. Viktor Stein-
grímsson, meðstjórn. Halldór Geir
Jensson, varamenn Ólafur Elí Magnússon,
Ólafur Guðni Stefánsson og Viðar Jónsson
Nú hefur íþróttafélagið Dímon tekið að
sér íþróttastarfsemi á svæðinu og því hefur
ekki önnur starfsemi en sund verið iðkuð
af UBH á árinu. Það var Hildur Kristín
Sveinsdóttir sem stjórnaði sundæfingum í
sumar.
Guðmann Óskar Magnússon.
-245-