Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 134
Goðasteinn 1999
Gerbert unnið ástir hennar. Með hjálp
dótturinnar kom hann því til leiðar
kvöld eitt að meistarinn varð ofurölvi
og er hann var sofnaður, rændi Gerbert
bókinni undan kodda hans og hljópst á
brott. Meistarinn raknaði ekki úr rotinu
fyrr en næsta dag, og er kvöld var kom-
ið, hugaði hann að stjörnum. Sá hann
þá þegar hvar flóttamaðurinn fór og
hóf eftirför. Gerbert kunni nú það mik-
ið fyrir sér að hann skynjaði eftirförina
og faldi sig undir brú, þannig að hann
snerti hvorki jörð né vatn. Varð meist-
arinn að snúa heim við svo búið en
Gerbert hraðaði för sinni til sjávar,
særði fram Kölska sjálfan og hét
honum sjálfum sér að eilífu ef hann
flytti sig yfir hafið. Kölski tók tilboð-
inu og flutti hann yfir hafið og þannig
slapp Gerbert frá meistaranum sem var
lagður af stað að leita hans öðru sinni.
Þess má geta, að samkvæmt því er
segir í „Sögu Englandskonunga“, þá
hélt Gerbert sinn hluta samningsins við
Kölska til æviloka. Hann hlaut því
makleg málagjöld og „endalok hans
urðu smánarleg“, eins og það er orðað
(WoM 1854, 153).
Sögulegar staðreyndir um Gerbert
eru hins vegar þær, að hann nam
stjörnufræði og stærðfræði í Sevilla og
Cordoba á Spáni og var með kunnustu
lærdómsmönnum Evrópu á sinni tíð.
Hann komst til mikilla metorða hjá
Otto II Þýskalandskeisara og arftaka
hans Otto III og studdi hinn síðarnefndi
hann til páfa. Varð Gerbert fyrstur
franskra manna til að hljóta það virðu-
lega embætti (SN 1958,625 -626).
Þá er rétt að líta aftur á nokkur atriði
í sögunni af Jóni og Sæmundi, atriði
sem ekki eiga sér hliðstæður í sögunni
af Gerbert. Verður þá fyrst fyrir svar
Sæmundar er Jón hafði talið honum trú
um hver hann væri og hvaðan:
Sæmundr mælti: „ Vi?ra má, að sönn
sé saga þín, ok ef svá er, þá munfinn-
ast í túninu í Odda hóll nökkurr, sá er
ek lék mér jafnan við. “
Þetta tilsvar er ekki komið úr al-
þjóðlegri flökkusögn og það er svo
sérstakt og sérkennilegt að ólíklegt má
telja að það sé hugarburður eða skáld-
skapur. Margstaðfest rannsóknar-
reynsla þjóðfræðinga hefur leitt í ljós
að fráleit atriði og furðuleg tilsvör í
sögum og sögnum eiga sér oftar en
ekki stoð í raunverulegum atburðum.
Og eigi hið einkennilega tilsvar sem
lagt er Sæmundi í munn sér einhverjar
rætur í raunveruleika þá gæfi það til
kynna að hann hefði farið utan til náms
barnungur. Raunar er ekkert því til fyr-
irstöðu frá sagnfræðilegu sjónarmiði að
svo hafi verið.
í Hungurvöku segir frá því að
Gissur hvíti hafi farið með ísleif son
sinn, síðar biskup, barnungan til Her-
furðu í Þýsklandi og komið honum þar
í fóstur og nám í nunnuklaustri (Bysk-
upas/gur I 1938, 75). Sonur ísleifs og
eftirmaður á biskupsstóli, Gissur, er
einnig sagður hafi verið sendur á ung-
um aldri til Þýskalands til náms (Bysk-
upas/gur I 1938, 83). Því er engan veg-
-132-