Goðasteinn - 01.09.1999, Page 333
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
starfi sínu og var vel liðinn og átti
marga góða vinnufélaga.
Hann átti við veikindi að stríða
síðustu árin. Hann bjó þá á Hrafnistu í
Hafnarfirði og dó þar hinn 8. október
1998. Útför hans var í Reykjavík 16.
október en hann var jarðsettur í
Þykk vabæj arkirkj ugarði.
St: Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
Kirkjuhvolsprestakalli
Tómas Jónsson, Skarðshlíð
Tómas Jónsson var fæddur í
Skarðshlíð 25. apríl 1929 þar sem
foreldrar hans bjuggu búi sínu, hjónin
Guðrún Sveinsdóttir frá Selkoti og Jón
Hjörleifsson frá Skarðshlíð. Þau eign-
uðust 8 börn sem öll komust upp, og
var Tómas fjórði í röðinni. Honum
eldri voru Sveinn, sem er látinn, Hjör-
leifur og Guðni, en yngri þau Sigríður,
Anna, Hilmar og Jakob.
Saman ólust þau systkin upp í
Skarðshlíð utan Hilmar, sem fór barn-
ungur í fóstur til móðurbróður sfns og
fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum.
Auk hins stóra barnahóps bjuggu afi og
amma, foreldrar Jóns, á heimilinu, þau
Hjörleifur Jónsson og Sigríður Guðna-
dóttir, sem Tómas kunni vel að meta
allt frá frumbernsku og minntist þeirra
löngum með þakkarhuga, sem og
heimilisins alls og þess samfélags sem
hann þar átti með ástvinum sínum
öllum er mótaði hlýjan hug hans og
þýtt viðmót samfara góðu upplagi
Ijúflyndis og mannkosta. Heimilið í
Skarðshlíð stóð og stendur um þjóð-
braut þvera. Þar var enda gestkvæmt,
því heimilisfaðirinn gegndi tninaðar-
starfi sem hreppsnefndaroddviti um
langt árabil, og áratugum saman spilaði
hann á orgelið í Eyvindarhólakirkju.
Börnin vöndust því við myndarskap og
gestrisni foreldranna, og drukku í sig
áhrif trúar og kirkjulegrar menningar í
orðum og söng, sem stóð þeim nálægt
frá öndverðu.
Eftir hefðbundna barnafræðslu
sveitarinnar vann Tómas ýmis tilfall-
andi störf. Hann sótti tvær vertíðir til
Vestmannaeyja, vann á veghefli um
skeið og starfaði við byggingu Skóga-
skóla. Bundnastur var hann þó heiina-
högunum í Skarðshlíð, þar sem hann
átti alltaf heima og tók þar jafnan
virkan þátt í bústörfum með foreldrum
sínum. Árið 1952 tók hann við búi þar
af þeim ásamt Sveini bróður sínum og
konu hans, Kristínu Hróbjartsdóttur, og
bjuggu þau saman félagsbúi næstu 8
árin. Hinn 31. mars 1956 kvæntist
Tómas eftirlifandi eiginkonu sinni,
Kristínu Jónsdóttur frá Núpi undir
Vestur-Eyjafjöllum, dóttur Auðbjargar
Sigurðardóttur og Jóns Eiríkssonar er
-331-