Goðasteinn - 01.09.1999, Page 109
Goðasteinn 1999
urhæð í 8 vindst. hluta úr þessum dög-
um. Hitastig var mjög þokkalegt og
komst hiti mest í 17 st. dagana 7., 23.
og 24. Sólar naut meira eða minna 10
daga, rigning 7 daga og einn þessara
daga, þ. 29. var úrhellisrigning. Skúrir
voru 7 daga, alskýjað og úrkomulaust 7
daga.
September
Mánuðurinn var yfirleitt hægviðra-
samur með þeirri undantekningu að
hluta úr dögunum 17. og 18. komst
veðurhæð í 7-8 vindst. Austan- og
suðaustanáttir voru ríkjandi að undan-
teknum dögunum 10. - 13., en þá var
norðanátt og mikið rykmistur í lofti.
Hiti komst í 16 st. dagana 2. og 4. og í
17 st. þ. 6. Mánuðurinn var fremur hlýr
til þ. 20., en síðan fóru hitatölur lækk-
andi. Næturfrost var aðfaranætur þ.
11.,15., 16., 29. og 30., frá -0 til -1.
Sólar naut í 15 daga, lítilsháttar rigning
3 daga og smáskúrir 4 daga, alskýjað
og úrkomulaust 8 daga.
Október
Frá 1,- 13. okt. voru austan- og
norðaustanáttir ríkjandi, en síðan norð-
anátt til loka mánaðarins. Veðurhæð
komst í 7-8 vindst. dagana 4.,5.,19. og
20. en að öðru leyti var spaklátt veður.
Hiti komst í 8-10 st. dagana 1. - 11., en
síðan lækkuðu hitatölur og var oftast
frost að morgni og kvöldi til loka mán-
aðarins. Mest varð frostið 8 st. aðfara-
nætur þ. 19., 25. og 26. Fyrsti og eini
snjórinn í mánuðinum féll að kvöldi þ.
16. en varð ekki langlífur. Sólar naut að
meira eða minna leyti 17 daga, rigning
öðru hvoru 4 daga, skúrir 3 daga, al-
skýjað og úrkomulaust 7 daga.
Nóvember
Austan- og norðaustanáttir voru nær
alls ráðandi í mánuðinum og oft nokk-
uð hvasst. Aðfaranótt þ. 7. var norð-
austan rok og mun hafa farið í nær 12
vindst. í hviðunum. I Vestmannaeyjum
mældust 14-15 vinsdst. í verstu hvið-
unum. Að morgni þ. 7 mun veðurhæð
hafa verið 8-10 vindst. og hélst svo
fram eftir deginum. Dagana 17. og 18.
var hvasst, allt að 8 - 9 vindst. og þ. 23.
var hvassviðri til hádegis og aftur síð-
degis þ. 24. Seinasta hrinan í mánuð-
inum kom svo að kvöldi þ. 27. og mun
þá hafa slegið í nær 11 vindst. í verstu
hviðunum. Frost var að morgni og
kvöldi þ. 1. - 6. og komst mest í 7 st. þ.
5., en eftir það var mánuðurinn að heita
má frostlaus og komst hiti nokkrum
sinnum í 7 st. að deginum. Það var létt-
skýjað 11 daga, rigning 8 daga og hluta
af tveim dögum að auki og skúrir 4
daga. þ. 4. var snjómugga fram eftir
degi, og var það eini snjórinn sem féll í
mánuðinum, alskýjað og úrkomulaust 5
daga.
Desember
Dagana 1. - 11. voru sunnan- og
suðvestanáttir að mestu ráðandi, en
fóru svo að halla sér til aust- norðaust-
urs og hélst svo til loka mánaðarins.
Aðfaranótt þ. 14. var hvassviðri af
austri og um morguninn var veðurhæð
9 vindst. í hviðunum, en fór svo að
-107-