Goðasteinn - 01.09.1999, Side 136
Goðasteinn 1999
að þvf að hann fékk á sig galdraorð.
Þar varð hann fórnarlamb sömu fávisku
og margir aðrir í hópi fremstu mennta-
manna í Evrópu um þessar mundir.
Sæmundur og Gerbert voru því ekki
einu lærdómsmennirnir sem fengu á sig
galdraorð í Evrópu á miðöldum.
Áþekkar sögur voru sagðar af ýmsum
fleiri sem sköruðu framúr að lærdómi
og margir páfar urðu fyrir barðinu á
svipaðri sagnamyndun (IJJD 1863, 155
og áfr.). Þeir skólagengnu menn voru
að sjálfsögðu í mestri hættu gagnvart
slíku sem báru af og höfðu á takteinum
meiri þekkingu og lærdóm en allur
þorri manna gat skilið eða gert sér
grein fyrir.
Hér er ekki ætlunin að rekja síðari
tíma sagnamyndun um Sæmund Sig-
fússon, en sagan af Gerbert eða
Silvester páfa er upplýsandi til saman-
burðar við þær sögur sem um hann
mynduðust í aldanna rás. Og rétt er að
vekja athygli á einum afgerandi mun
sem er á sögu Gerberts og sögum af
Sæmundi. Gerbert hlaut, samkvæmt
sögunni, makleg málagjöld og Kölski
hreppti sitt að lokum (WoM 1854,
153). Samkvæmt Jóns sögu helga, og
öðrum miðaldaritum sem hér hefur
verið vitnað til, varð Sæmundur hins
vegar einn af máttarstólpum íslensku
kirkjunnar og óumdeildur sem slíkur.
Og í hinni íslensku þjóðsagnamyndun
sem síðar skapaðist um Sæmund var
aldrei efast um að hann hefði hlotið
himnaríkissælu að lokinni jarðvistinni
(JÁ I, 485-486; JÁ III, 494. sbr. JHA
1994, 129 og tilv. rit).
/
Upphaf kristni á Islandi
Kristnitakan á íslandi var einstakur
atburður. Hún var gerð innanfrá ef svo
má komast að orði. Goðarnir, sem í
senn voru prestar gömlu trúarinnar og
handhafar löggjafar- og dómsvaldsins,
samþykktu með réttum, lögformlegum
hætti, að skipta um trúarbrögð. Þá var
það mælt í lögum, segir Ari fróði, at
allir menn skyldu kj'istnir vera ok skírn
taka, þeir er áður voru óskírðir á landi
hér. Mælt í lögum þýðir hér að þetta
lagaákvæði hafi verið samþykkt í
lögréttu á kristnitökuþinginu. Athyglis-
vert er að gera sér grein fyrir því, að
meirihluti þeirra sem stóðu að þessari
samþykkt var, samkvæmt bestu heim-
ildum, ekki kristinn þegar samþykktin
var gerð og hafði að líkindum í raun og
veru takmarkaða vitneskju um hvað í
kristindóminum fólst. Engu að síður
virðist svo sem goðarnir sem afgreiddu
málið í lögréttu hafi gert það af fullri
alvöru og fullri ábyrgð og afturhvarfs
til heiðni verður, samkvæmt tiltækum
heimildum, ekki vart hér á landi á
næstu árum. I þessu sambandi skiptir
það að sjálfsögðu miklu máli hve sam-
slungin lögin voru trúarbrögðunum
fyrir kristnitöku og þau tengsl virðast
hafa haldist í kristninni til að byrja
með. Svo er að sjá sem goðarnir hafi
talið það skyldu sína að hafa forustu í
trúarefnum á fyrstu áratugum kristn-
innar eins og þeir höfðu haft í hinum
eldri sið. Af þessu leiddi að umskiptin
frá norrænum sið til kristni urðu átaka-
-134-