Goðasteinn - 01.09.1999, Page 99
Goðasteinn 1999
Sigurþór smjörflutningamaður hefur
sennilega átt við Nordalsíshúsið sem
var austan við Járnvöruverslun Jes
Zimsen en sú gamalkunna verslun er á
sínum stað við Hafnarstræti eins og
ímynd óumbreytileikans.
En víkjum nú aftur að vagnapóst-
ferðunum, sem Hans Hansson tók við
árið 1907. Hans aðstoðarmaður og
hægri hönd var Sigurður Gíslason, sem
síðar var þekktur og virtur lögreglu-
maður í Reykjavík. Fljótlega jukust
mjög flutningar með áætlunarvögn-
unum og voru nú þrír til fimm vagnar í
hverri ferð sem tóku sex til sjö manns
auk barna. Þekktasti vagnasmiður
landsins var Kristinn Jónsson frá
Hrauni í Ölfusi. Hann byggði meðal
annarra bygginga fallega húsið að
Stóra-Núpi í Gnjúpverjahreppi fyrir
séra Valdimar Briem eftir jarðskjálft-
ana rniklu 1896. Það hús sómir sér vel
enn í dag. Ibúðarhús með þeim bygg-
ingarstíl voru á árum áður á mörgum
höfuðbólum í Arnes-og Rangárvalla-
sýslum. Kristin rak myndarlega vagna-
smiðju að Grettisgötu 21 í Reykjavík.
Hann var virtur og vandaður heiðurs-
maður, sem sunnlenskum bændum
þótti gott að skipta við. Þegar bílaöldin
gekk í garð fór hann að smíða stýrishús
og vörupalla á vörubifreiðar og svo-
kallaða hálfkassabíla, sem hæfðu vel
aðstæðum á fjórða áratug aldarinnar.
Þessir bílar tóku sex til tólf farþega og
var vörupallur aftan við farþegahúsið.
Mér er sagt, að svokallaðir hálfkassa-
bílar, sem margir muna eftir hafi hvergi
verið notaðir sem samgöngutæki nema
hér á íslandi. Boddíbílarnir voru þann-
ig, að laus farþegaskýli voru sett á
palla vörubifreiða, og mátti sjá mikið
af slíkum farartækjum á hinum stóru
íþróttamótum og útiskemmtunum á
Suðurlandi á árum áður fyrir tíma fé-
lagsheimilanna, meðan bílstjórar báru
enn svipmikil höfuðföt og höfðu mikla
virðingu af farartækjum sínum.
Enn verða tímamót í samgöngusögu
Rangæinga.
Það var 31. ágúst árið 1912, í slag-
viðrisrigningu eins og hún verður mest
á Suðurlandi að hin fyrri brú á Ytri-
Rangá var vígð. Hannes Hafstein, ný-
orðinn ráðherra í annað sinn flutti
skörulega ræðu og sagði að þessi nýja
brú væri nokkurskonar Járngerður. En
þess yrði ekki langt að bíða að Rang-
æingar fengju einnig sína Steingerði
því að Eystri-Rangá yrði senn brúuð.
Þegar hinni eftirminnilegu brúarvígslu
var lokið buðu Ægissíðuhjónin, Guð-
rún og Jón, öllum sem unnið höfðu að
brúarsmíðinni við Ytri-Rangá heim að
Ægissíðu til höfðinglegra veitinga í
mat og drykk og minntust brúarsmið-
irnir æfilangt hinnar veglegu veislu.
Þannig kvöddu heiðurshjónin á Ægis-
síðu brúarsmiðina, þegar tímamót urðu
á ferðamáta úr eystri hreppum Rangár-
þings.
Við Ægissíðubæinn var samkomu-
salur, þar sem haldnir voru dansleikir.
Með brúnni, sem tekin var í notkuii
1912 má segja að Ægissíða hefði lokið
sínu mikilvæga hlutverki, að vera sam-
göngumiðstöð og þýðingarmikill
áfangastaður.
-97-