Goðasteinn - 01.09.1999, Page 223
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Sóknir
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, Benjamín Magnús Óskarsson,
Björgvin Freyr Guðmunclsson, Haraldur Blöndal
Kristjánsson, Jón Kristinsson, Oddur Pétur Guðmundsson
og Sigurður Daðason, eftir fermingu í Stórólfshvolskirkju á
hvítasunnudag, 31. maí 1998, kl. 14.00.
gagngeru endurbóta sem
kirkjan hefur lrlotið
undanfarin 4 ár. Málningu
kirkjunnar annaðist
Guðmundur Antonsson af
sinni alkunnu vandvirkni.
En yfirsmiðir við endur-
byggingu kirkjunnar að
utan og nokkrar endurbæ-
tur einnig að innan, voru
þeir tengdafeðgar Oddgeir
Guðjónsson frá Tungu og
Sigurður Sigurðsson á
Hvolsvelli. Er þeirra hand-
bragð og annarra sem með
þeim unnu nú sýnilegt
öllum þeinr sem konra
heim á staðinn og jafnvel
einnig þeim sem heim
verður litið þegar ekið er
um Fljótshlíðina. Lítur kirkjan á Breiða-
bólsstað nú út eins og þegar hún var ný-
byggð árið 1912, nema hvað nú er hún
máluð Irvít með rauðu þaki, en nýbyggð
mun hún hafa staðið ómáluð að utan all-
mörg ár. Heiður sé öllum þeim sem unnið
hafa að þessari búningsbót kirkjunnar og
lagt henni lið nteð einum eða öðrum hætti.
A þessu ári tókst að ljúka heildar-
viðgerðunr á Hlíðarendakirkju að utan,
sem byrjaðar voru árið 1995 og unnið
hefur verið að undanfarin fjögur ár. í þess-
um síðasta áfanga var turn kirkjunnar
endurgerður í upprunalegri mynd og var
það gert með hliðsjón af gamalli ljósmynd
af kirkjunni þar sem byggingarteikningar
hafa ekki fundist. Smíðað var nýtt grind-
verk utan um turninn, svo og nýir krossar á
allar átta burstir turnsins. Byggingameist-
ari við endurbætur kirkjunnar var Sveinn
Sigurðsson á Hvolsvelli, en yfirsmiðir
voru þeir Hjálmar Jónsson á Hvolsvelli,
fyrsta árið,en síðan Árni Sigurðsson á
Sámsstöðum.
í ágúst 1998 voru síðan gerðar lag-
færingar á næsta umhverfi kirkjunnar með
gangstéttarhellum og þökulagningu vestur
af kirkjunni og einnig var lagður gang-
stígur austur og suður fyrir kirkjuna að
kirkjugarði og liggur hann því sem næst
eftir gömlu kirkjugötunni heim á staðinn.
Kirkjugarðurinn var jafnframt stækkaður
til vesturs og þar sett upp nýtt sáluhlið eftir
eldri fyrirmynd á staðnum. Er það gjöf
hjónanna Ingibjargar Svöfu Helgadóttur
frá Hlíðarenda og Ingvars Þórðarsonar, en
hann lést 27. des. 1998 og var fyrst borinn
til grafar um hið nýja sáluhlið. Fleiri
rausnarlegar gjafir hafa kirkjunum borist á
árinu, m.a. frá frú Þórhildi Þorsteinsdóttur
sem gaf Breiðabólstaðar- og Hlíðarenda-
kirkjum hvorri um sig kr. 500.000, - til
minningar um mann sinn, sr Sveinbjörn
Högnason er 100 ár voru liðin frá fæðingu
hans, en hann þjónaði þessum kirkjum frá
1927-63 og var prófastur Rangæinga 1941-
63. Ennfremur gáfu systkinin Dóra og
Helgi Ingvarsbörn Hlfðarendakirkju ljós-
prentaða Guðbrandsbiblíu í vönduðum
veggskáp til minningar um systur sína,
-221-