Goðasteinn - 01.09.1999, Page 229
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Sveitarfélög
dóttur og Gests Ágústssonar í Suður-
Nýjabæ haldið í Þykkvabæjarkirkju og í
október var brúðkaup Soffíu Bragadóttur
og Sigurðar Daníelssonar haldið í Reykja-
vík, en þau bjuggu í Mel. Dagný Lind,
dóttir Guðfinnu Sigvaldadóttur frá Borg-
artúni og Erlends R. Guðjónssonar var
skírð í Þykkvabæjarkirkju í maí og Kristín
Rós, dóttir Jónu Maríu Kristjónsdóttur frá
Tjörn og Guðmundar Hreinssonar var
skírð á Kjalarnesi. Guðrún Björg var skírð
í Reykjavík í september, dóttir Rósu
Emilíu Oladóttur frá Vatnskoti og Gunnars
Ársælssonar frá Hákoli. Sesselja, dóttir
Maríu Pálsdóttur frá Hávarðarkoti og
Theódórs Kristjánssonar var skírð í
Mosfellssveit í desember. Jón Árnason í
Bala var jarðsettur í Þykkvabæjarkirkju-
garði í apríl og Olafur Guðjónsson í
Vesturholtum í júlí og Stefán Þórðarson frá
Hrauk í október.
Jólamessurnar voru um leið kveðju-
messur mínar sem þetta skrifa. Kirkju-
hvolsprestakalli hefur nú verið skipt og
falið í þjónustu prestanna í Fellsmúla og
Odda. Eg bið þeim blessunar í nýrri
þjónustu og veit að þeim muni vel farnast.
Eg hef þjónað Kirkjuhvolsprestakalli í tutt-
ugu ár og endurtek hér einlægar þakkir
okkar Þórðar manns míns fyrir samstarfið
við sóknarbörnin öll. Eg þakka formönn-
um sóknarnefndanna, Ágústi Gíslasyni,
Hannesi Hannessyni og Jónasi Jónssyni,
sóknarnefndunum og öðru starfsfólki,
kirkjukórunum og organistunum og söng-
stjórum. Ég þakka líka prestum og öðru
kirkjufólki prófastsdæmisins fyrir samveru
og samstarf.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Oddaprestakall
Odda- og Keldnasóknir
Mannfjöldi í Oddasókn 1. desember
1998 var samtals 736. Karlar voru 372 en
konur 364. Aldursskipting var sem hér
segir: 0-6 ára 71, 7-14 ára 100, 15 ára 12,
16-18 ára 46, 19-66 ára 424 og 67 ára og
eldri 83.
Kirkjustarf var með líku móti og
undanfarin ár, messutfðni hin sama, barna-
starf í líkum farvegi og áður. 1 Oddakirkju
voru á árinu skírð 17 börn en 2 börn skírði
sóknarprestur í heimahúsum í sókninni. 14
Sóknarprestur og fermingarbörn í
Keldnakirkju að lokinni fermingarathöfn 4.
sunnudag eftir páska, 10. maí 1998. Frói
vinstri: Asta Særós Haraldsdóttir,
Heklugerði, sr. Sigurður Jónsson í Odda og
Sœmundur Sveinsson, Gunnarsholti.
-227-