Goðasteinn - 01.09.1999, Page 306
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
en dæturnar fjórar voru Halldóra Guð-
rún, Guðný Þóra, Sigurveig Óla og
yngst Sigríður Hildur sem ein þeirra
systra lifir bróður sinn.
Æskuheimilið var Ingvari kært í
minningunni, og þar þáði hann í arf
einlægt trúarþel og réttlætiskennd sem
voru áberandi og sterkir þættir í fari
hans. Hann var bráðger sem barn og
unglingur og fór snemma að vinna fyrir
sér. Minntist hann þess að hafa unnið
við hafnargerð í Örfirisey 8 ára gamall,
og farið tveim árum síðar í sendiferðir
þaðan upp í hafnarsmiðjuna í Eskihlíð í
handknúnum járnbrautarvagni á eina
járnbrautarsporinu sem lagt hefur verið
á Islandi. 11 ára gamall var hann sum-
arlangt með föður sínum við surtar-
brandsvinnslu vestur í Arnarfirði, ári
síðar við mótekju í Kringlumýrinni og
árið 1920, þegar Ingvar var á 13. ári,
kom hann að byggingu Elliðaár-
virkjunar. Þá um haustið knúði sorgin
dyra hjá fjölskyldunni þegar Þórður
faðir hans lést langt um aldur fram, en
yngsta barnið var þá aðeins 6 mánaða.
Réttum 8 mánuðum eftir fráfall
Þórðar dró enn ský fyrir sólu þegar
elsta dóttirin, Halldóra Guðrún, dó úr
lífhimnubólgu. Þá kom í hlut Ingvars,
sem þá þegar hafði hlotið nokkra
reynslu af erfiðisvinnu, að axla ábyrgð
fyrirvinnunnar, og unglingsár sín vann
hann fyrir fjölskyldunni við grjótnám á
Skólavörðuholti, en síðar við gerð
hafnargarðanna. Um nokkurt skeið
vann hann við búðarstörf í versluninni
Hermes á Laugavegi 81 hjá Guðmundi
Þórðarsyni, föðurbróður sínum, er síðar
kvæntist móður hans.
Upp úr tvítugu hélt Ingvar á vit
ævintýris bílaaldar á Islandi, tók bíl-
próf og eignaðist bíl 1928, og ók á
bifreiðastöðvum næstu 8 árin, fyrst á
Nýju bílastöðinni en síðar á Aðalstöð-
inni. Eftir það vann hann hjá Mjólk-
urstöðinni í 4 ár en frá 1940 til 1947 ók
hann hjá Strætisvögnum Reykjavíkur.
Leið hins unga bílstjóra á Nýju bíla-
stöðinni lá ósjaldan austur fyrir fjall,
þegar farþegar voru fluttir að Hlíðarenda
í Fljótshlíð og ferjaðir yfir vötnin, og
fólk sem að austan kom tók bílinn suður.
I þessum ferðum tókust kynni
þeirra Ingvars og heimasætunnar á
Hlíðarenda, Ingibjargar Svövu Helga-
dóttur Erlendssonar bónda þar og konu
hans Kristínar Eyjólfsdóttur húsfreyju.
Gengu þau í hjónaband 2. júní 1934, og
bjuggu í Reykjavík fyrstu árin, allt til
1948 er þau festu kaup á nýbýlinu
Rauðuskriðum í Fljótshlíð og fluttust
þangað. Þar bjuggu þau af elju, dugn-
aði og snyrtimennsku næstu 14 árin,
samheldin hjón og samhent í öllum
greinum, byggðu upp íbúðar- og pen-
ingshús, brutu land til ræktunar og
tjölguðu skepnum.
1962 brugðu þau búi og fluttust á
ný til Reykjavíkur. Ingvar starfaði
næstu tvo áratugina hjá Olíuverslun
Islands, fyrst sem afgreiðslumaður á
Klöpp en var svo vaktmaður í birgða-
stöð í Laugarnesi. Svava annaðist um
heimilið sem þau áttu síðustu árin að
Neðstaleiti 4, en flest sumur hin síðari
ár dvöldu þau á æskuslóð hennar á
Hlíðarenda.
Þeim hjónum varð auðið þriggja
barna. Þau eru Dóra, gift Ólafi Odd-
geirssyni, Helgi, kvæntur Báru Sól-
mundsdóttur og Kristín, er lést 1987,
var gift Braga Hannibalssyni. ÖII eiga
þau systkin afkomendur.
-304-