Goðasteinn - 01.09.1999, Síða 196
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Sveitarfélög
Ingi Ólafsson á Hvolsvelli. í héraðsráð er
oddviti sjálfkjörinn en auk hans hlutu
kosningu Drífa Hjartardóttir og Ágúst Ingi
Ólafsson. Á fundinum var samþykkt að
fela héraðsráði að gera tillögur um skipan
þeirra nefnda senr starfa á vegunt héraðs-
nefndar. Meðal þess sem rætt var á þessum
fyrsta fundi nýkjörinnar héraðsnefndar var
stofnun einnar barnaverndarnefndar fyrir
alla sýsluna og sameiginleg forðagæsla.
Fastanefndir
Á fundi héraðsnefndar sem haldinn var
í Hvoli, Hvolsvelli hinn 9. september 1998
var gengið frá skipan í fastanefndir, en þær
eru: Skólanefnd Tónlistarskóla Rangæ-
inga, fulltrúar í stjórn Sjúkrahúss Suður-
Iands, fulltrúaráð Skógaskóla, tjárhagsráð
Fjölbrautaskóla Suðurlands, skólanefnd
Menntaskólans á Laugarvatni, náttúru-
verndarnefnd, gróðurverndarnefnd, skjala-
og byggðasafnsnefnd. byggingarnefnd
safnahússins í Skógum, fulltrúaráð Bruna-
bótafélagsins, samstarfsnefnd lögreglu og
sveitarfélaga í Rangárvallasýslu, nefnd um
endurskoðun lögreglusamþykktar Rangár-
vallasýslu, menningarmálanefnd, umferð-
aröryggisnefnd, samstarfsnefnd um mið-
hálendi íslands, hátíðarnefnd vegna 1000
ára afmælis kristnitöku, jarðanefnd Rang-
árvallasýslu, ritnefnd Goðasteins og stjórn
heilsugæslu Rangárþings. Þá var gengið
frá ráðningu markavarðar og skipan skoð-
unarmanna reikninga héraðssjóðs.
Skoðanakönnun um sameiningu
Víðtæk skoðanakönnun um sameiningu
sveitarfélaga fór fram í sýslunni í janúar
1998 og kom þar fram að meirihluti íbúa
vill santeiningu í einhverri mynd við önnur
sveitarfélög. Niðurstaðan var hins vegar
ekki svo afgerandi að einboðið væri hvers
konar sameining væri vænlegust. Héraðs-
nefndin hélt tvo fundi um sameiningarmál
sveitarfélaganna í Rangárþingi í ntars
1998. Á fundum þessum var m.a. um það
rætt hvort kjósa ætti um sameiningu
sveitarfélaga samhliða sveitarstjórnarkosn-
ingum. í ljós kom að skiptar skoðanir voru
meðal einstakra sveitarstjórna um sam-
einingarform og var ákveðið að undirbúa
inálið betur áður en lengra yrði haldið.
Málefni Skógaskóla
Héraðsnefnd Rangæinga hélt sérstakan
fund um málefni Skógaskóla og framtíð
hans í maí 1998. Skógaskóli var gerður að
sjálfseignarstofnun með skipulagsskrá auk
þess sem gerður var þjónustusamningur
við Skógaskóla, en aðilar að þessum
samningum voru héraðsnefndir Rangæinga
og Vestur-Skaftafellssýslu og mennta-
málaráðuneytið. Héraðsnelitd Rangæinga
styrkti skólastarfið í Skógum með framlagi
að fjárhæð kr. 700.000. í tengslum við nýtt
rekstrarform Skógaskóla var lögð áhersla á
að ganga þyrfti frá skipulagsmálum
Skógaskóla og byggðasafnsins í Skógurn
m.t.t. ábúðarréttar Skógabænda, en Austur-
Eyjafjallahreppur ntun gegna lykilhlut-
verki í þeirri vinnu.
Vegagerðin
í samráði við héraðsnefndir Vestur-
Skaftafellssýslu og Árnessýslu var sam-
þykkt áskorun til Vegagerðar ríkisins og
samgönguráðuneytisins þar sem farið var
fram á aukin framlög til vegantála á
Suðurlandi. Þessari beiðni var enn fremur
komið á framfæri á fundi með þingmönn-
um Suðurlandkjördæmis.
Keldur
Héraðsnefndin hóf viðræður við starfs-
menn Þjóðminjasafns íslands um gamla
bæinn á Keldum þar sem gert er ráð fyrir
þátttöku Rangæinga í rekstrinum. Þá var
samþykkt að fela Fornleifastofnun íslands
að vinna að svæðisskráningu fornleifa í
-194-