Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 64
Goðasteinn 1999
hvítur díll var á bringu og eyrun í
stærra lagi með lafandi broddum. Þessi
hundur hlaut nafnið Smali og varð all-
góður fjárhundur, en hafði þó þann
leiða galla að ef fé snerist gegn honum
þorði hann ekki að ráðast að því, en gat
þá staðið framan í því í fleiri klukku-
tíma. Við fjárrekstra var hann mjög
góður og gætti þess vel að fé héldi hóp-
inn. Þann galla hafði Smali að gelta
dálítið að gestkomandi fólki, en var þó
ekki grimmur sem kallað er, og aldrei
vissi ég til þess að hann biti fólk, en lét
þó dálftið ófriðlega við suma gesti, en
ekki alla, hann gerði sér alltaf nokkurn
mannamun.
Á þessum árum lá akvegur að
Vatnsdal og upp á Rangárvelli um
hlaðið hér í Tungu. Það kom oft fyrir
að hundurinn Smali rölti hér fram veg-
inn og niður í gil, sem vegurinn liggur
yfir hér framan við túnið, en sést ekki
frá bænum, þar sneri hann við, kom
heim veginn urrandi og úfinn og rak
upp smá gelt. Stundum staðnæmdist
hann við bæjardyrnar og varð þá gjarn-
an sneypulegur og þagnaði, en stund-
um hélt hann áfram ferð sinni vestur úr
túnhliði og áfram veginn áleiðis að
Vatnsdal. Það merkilega við þetta hátt-
arlag hundsins var það að ekki brást að
skömmu síðar kom einhver gestur að
Tungu, ef hundurinn hafði stansað við
bæjardyrnar, en ef hundurinn fór áfram
áleiðis að Vatnsdal fór ferðamaðurinn
áfram og kom ekki við hér í Tungu.
Hvers vegna hagaði hundurinn sér
svona? Hvað sá hundurinn sem orsak-
aði þetta háttalag hans?
2. Svartur
Á árunum 1950 til 1960 átti ég
svartan hund, sem kallaður var Svartur,
hann var í stærra lagi, langur, gæfur og
meinlaus og miðlungi góður fjárhund-
ur. Á þessum árum átti ég Willis-jeppa
og tók hundurinn upp á þeim óvana að
elta bílinn ef ég fór út af heimilinu.
Segja má að slíkt sé ekki í frásögur
færandi, en þannig var mál með vexti
að ef ég fór eitthvað vestur á bóginn á
bæi hér utar í sveitinni, elti hundurinn
bílinn niður á þjóðveg og svo áfram og
þó hann fylgdi ekki bílnum á hlaup-
unum, fann hann alltaf bæinn, þar sem
ég var gestkomandi. En færi ég austur
og inn eftir sveitinni, elti hundurinn
mig skammt niður fyrir Tumastaði, þar
sem bugða er á veginum og hljóp svo
skemmstu leið neðan við túnið í Kolla-
bæ og var þá oftast kominn á heim-
reiðina þar, niður við þjóðveg og í veg
fyrir mig þegar ég kom þangað.
Hvernig hundurinn vissi hvort ég ætl-
aði vestur eða austur þjóðveginn er mér
hulin ráðgáta. Ég var ekki einn um það
að veita þessu háttalagi hundsins at-
hygli, því bóndinn í Kollabæ, Sveinn
Sigurþórsson, hafði oft orð á þessu við
mig og undraðist mjög þetta háttalag
hundsins.
3. Tígull
Sæmundur Jónsson, föðurbróðir
minn bjó á Þorleifsstöðum á Rangár-
völlum frá 1918 til 1944. Þorleifsstaðir
voru taldir góð tjárjörð, þar voru mikl-
ar smalamennskur og engjar lágu undir
-62-