Goðasteinn - 01.09.1999, Side 108
Goðasteinn 1999
tímabili. Eftir þ. 7. urðu áttir breyti-
legar og yfirleitt hægar að undanskyld-
um dögunum 15. og 16. en þá fór veð-
urhæð í 8-10 vindst. með dimmum
snjóéljum. þ. 26. var dálítil klakaskán á
jörð, en farin að meyrna. Eað var létt-
skýjað 12 daga, rigning 5 daga og
regn- eða slydduskúrir 4 daga, alskýjað
og úrkomulaust 10 daga.
Apríl
Norðaustanátt var nær alls ráðandi í
mánuðinum og yfirleitt hæg að undan-
skyldum tveimur dögum þ. 18. og 19.,
en þá komst veðurhæð í 8 vindstig í
hviðum. Aðfaranætur þ. 3. til og með
þ. 12. var næturfrost og komst mest í 9
st. aðfaranótt þ. 9. A þessu tímabili var
frostlaust að deginum, en stöku sinnum
vægt frost að morgni. Frá 13. og til
mánaðarloka var frostlaust og hiti að
deginum 5-8 st. og frá og með þ. 23.
10-12 st. og komst mest í 14 st. þ. 26.
Sólar naut meira eða minna 15 daga,
rigning hluta úr 5 dögum og lítilsháttar
skúrir 1 dag alskýjað og úrkomulaust 9
daga.
Maí
Austan og norðaustanáttir voru ríkj-
andi fram yfir miðjan mánuðinn, en
nokkuð breytilegar seinni hlutann. Veð-
urhæð komst í 8 vindst. þ. 13. og dag-
ana 11., 12., og 14. í 7 vindst. en að
öðru leyti rólegheitaveður frá 1.- 24.
fór hiti sjaldnast í meira en 10 st. en frá
25.- 31. fór hitinn í 12-14 st. og komst í
15 st þ. 26. og 17 st. þ. 28. Aðfaranæt-
ur þ. 5., 8., 9., 20. og 28. var næturfrost
oftast 1 st. en mest 3 st. aðfaranótt þ. 9.
Sólar naut 15 daga, rigning 5 daga og
hluta úr 2 dögum að auki og skúrir 3
daga alskýjað og úrkomulaust 6 daga.
Júní
í mánuðinum urðu áttir breytilegar
og yfirleitt hægar og fóru mest í 6
vindst. tvisvar í mánuðinum. Fram til
9. fór hiti sjaldnast yfir 10-11 st., en
síðan fór verulega að hlýna og komst
hiti oft í 14-16 st. Þann 14. komst hit-
inn í 20 st, þ. 15. í 19 st, þ. 26. í 20 st
um hádegið og 19 st þ. 30. Ekki varð
næturfrost í mánuðinum, en hiti fór
niður í -1,5 aðfaranótt þ. 9. Það var
bjartviðri 14 daga rigning 1 dag og
hluta úr 3 dögum, og skúrir 2 daga
alskýjað og úrkomulaust 10 daga.
JÚlí
Júlí var einstaklega hægviðrasamur
og vindáttir breytilegar. Fimm daga var
logn að morgni og kvöldi og hafgola að
deginum. Mánuðurinn var einkar hlýr.
Hiti komst í 20 st. þ. 1., 19 st. þ. 5. og
20 st. þ. 30. Fyrri hluta mánaðarins
komst hiti nokkrum sinnum í 16-18 st.
Sólar naut meir eða minna 15 daga,
rigning eða súld hluta úr 3 dögum og
skúra varð vart 4 daga, alskýjað og
úrkomulaust í 9 daga.
/
Agúst
Suðaustan-, sunnan- og suðvestan-
áttir voru ríkjandi í mánuðinum og
yfirleitt hægar að undanskildum dög-
unum 9., 12. og 31., en þá komst veð-
-106-