Goðasteinn - 01.09.1999, Page 289
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
1949, verslunarkona, gift Sigurjóni
Stefánssyni vörubifreiðarstjóra búsett í
Garðabæ. Yngst barna Björgvins og
Kristínar er Sigrún, f. 13. janúar árið
1957, húsmóðir og bóndi í Neðra-Seli í
Holta- og Landsveit, gift Lofti Guð-
mundssyni starfsmanni Suðurverks.
Björgvin Guðlaugsson starfaði
lengst af sem bifreiðarstjóri, enda
flinkur maður á því sviði. Einhver
hvíslaði því að mér að svo vel hafi
honum tekist upp við bíla að hann hafi
nánast getað gert allt við þá nema
kannski fengið þá til að tala. Ungur að
árum hóf hann akstur við vegagerð vítt
og breitt um sýslu hér og Suðurland.
Hann var bifreiðastjóri hjá Kaupfélagi
Rangæinga til fjölda ára, traustur og
öruggur starfsmaður félagsins, svo sem
hann var undir stýri alla tíð. Síðar hóf
hann störf við húsgagnabólstrun hjá
Húsgagnaiðjunni á Hvolsvelli og starf-
aði þar til uns fyrirtækið var lagt niður.
Síðustu árin var hann við akstur hjá
Suðurverki eða til ársins 1995.
Björgvin var vel látinn maður
meðal samstarfsmanna og yfirmanna
fyrir hans mörgu samskiptakosti. Hann
var drífandi og ákveðinn, var fastur
fyrir en gætti þess ávallt að vera sann-
gjarn. Hann var léttur í lund og gaman-
samur og kunni að skopast án þess að
meiða aðra.
Hann lést hinn 17. okt. 1998. Útför
hans var gerð frá frá Stórólfshvols-
kirkju 31. okt. 1998.
Sr. Önundur S. Björnsson á
Breiðabólsstað
Björn Bjarnason, Efra-
Seli, Landi
Björn var fæddur þann 29. nóvem-
ber 1902 að Efra-Seli á Landi, sonur
hjónanna þar, Margrétar Einarsdóttur
sem ættuð var úr Þykkvabæ og Bjarna
Björnssonar frá Hjallanesi á Landi.
Hann var næstyngsta barn þeirra hjóna,
en þau voru: Jón Þorsteinsson hálf-
bróðir hans, Guðrún, Steinunn, þá
Björn, en yngst var Jónína er dó unga-
barn.
Líkt og tíðkaðist um fyrri hluta
þessara aldar, þá fór Björn að fara að
heiman til að vinna fyrir sér ungur að
árum og sótti vertíðir. Var hann 17 ára
þegar hann fór fyrst til vers og alls
urðu þær 17. Þar kynntist hann kjörum
og aðbúnaði sem við í dag eigum
örðugt með að gera okkur í hugarlund.
En hugurinn var ávallt í sveitinni -
austur í Landsveit, því það var hún sem
heillaði hann og átti hug hans allan.
Þann 19. maí 1931 festi Björn ráð sitt
og gekk í hjónaband með lífsförunauti
sínum upp frá því, Guðrúnu Lilju Þjóð-
björnsdóttur, sem ættuð var úr Leirár-
sveit í Borgarfirði. Var það upphaf
-287-