Goðasteinn - 01.09.1999, Page 300
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
ekki færi hann í iðnnám í þeirri grein
fyrr en 5 árum síðar. Og sveinsprófi í
múraraiðn lauk hann svo í Reykjavík
árið 1960.
Þau áfangaskil urðu í lífi Helga
árið 1955, að það ár hinn 15. janúar
kvæntist hann Guðrúnu Aðalbjarnar-
dóttur úr Reykjavík. Stofnuðu þau þá
heimili sitt í Reykjavík og bjuggu þar
næstu 10 árin. Þar fæddust 3 elstu börn
þeirra: Einar múrarameistari á Hvols-
velli, Aðalbjörg Katrín húsfreyja í
Grafarvogi og Hólmfríður Kristín hús-
freyja á Hvolsvelli, en yngsta barn
þeirra hjóna var drengur, andvana
fæddur. Barnabörn þeirra Helga og
Guðrúnar eru við lát hans 5 talsins.
Það var haustið 1965 undir lok
septembermánaðar að Helgi fluttist
með fjölskyldu sína austur á Hvolsvöll
og hóf þar störf við iðngrein sína, sem
hann stundaði síðan mest á Hvolsvelli
og nágrenni en einnig vítt um sveitir og
byggðir Suðurlands um 25 ára skeið.
Lagði hann gjörva hönd að fjölmörgum
byggingum bæði smærri og stærri og
var eftirsóttur til verka. Arin 1975 -76
tók hann einnig að sér verkefni austur á
Djúpavogi ásamt syni sínum, sem
fetaði í fótspor föður síns í múrara-
iðninni. Helgi var á fyrri árum félagi í
Múrarafélagi Reykjavíkur og síðar
varaformaður í stjórn Múrarafélags
Suðurlands meðan það starfaði. Eftir
að Helgi kom austur á Hvolsvöll árið
1965 bjó fjölskyldan fyrsta árið í
leiguhúsnæði en Helgi byggði síðan
einbýlishúsið að Stóragerði 12 og bjó
þar síðan með fjölskyldu sinni og þau
hjónin Helgi og Guðrún áfram eftir að
börn þeirra höfðu stofnað eigin heimili.
Helgi hafði jafnan mikið yndi af söng
og hlustaði mikið á tónlist. Hann tók
sjálfur þátt í kórstarfi, söng m.a. í
tvöföldum kvartett með félögum sínum
og sveitungum í Landeyjunum. Atti
hann frá þeim tírna margar ánægjulegar
minningar, þótt mikið væri einatt á sig
lagt við að sækja æfingar í misjafnri
færð og veðrum. Helgi var einnig jafn-
an ótrauður stuðningsmaður Rauða-
kross-deildarinnar í sýslunni og sat sem
fulltrúi hennar mörg þing þeirra líknar-
og hjálparsamtaka og sótti námskeið á
þeirra vegum, sem haldin voru í
Reykjavík. Sýnir þetta áhuga hans og
fúsleika til að leggja góðum málum lið
og löngun til þess að hjálpa þeim sem í
hættur og raunir rata.
Á okkar tímum hefur mikið verið
lagt upp úr bóknámi og svonefndri
æðri menntun, en verknám og verk-
menntir fremur átt undir högg að
sækja. En á það hefur réttilega verið
bent að engum dugar dönskunám til
þess að reisa hús, né heldur nægir
kunnátta á reiknistokk ein sér til þess
að byggja brú. Hvorugt er framkvæm-
anlegt nema til komi verkþjálfun og
hagar hendur. Varla hefur sönn mennt-
un verið skilgreind betur en í orðum
skáldbóndans Stephans G. Stephans-
sonar er hann segir:
„ Þitt er menntað afl og önd
eigir þúfram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd
hjartað sanna og góða
1 lífsstarfi iðnaðarmannsins má
einatt greina sannindi þessara orða og
þakkir eiga þeir skilið að hljóta sem
leggja afl sitt og orku til þess að búa í
haginn fyrir aðra, - með því að gera
-298-