Goðasteinn - 01.09.1999, Page 327
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
desember 1998. Útför hans fór fram frá
Eyvindarhólakirkju 2. janúar 1999.
Sk Halldór Gunnarsson í Holti
Sigurður Haraldsson frá
Kirkjubæ
Sigurður Jónsson Haraldsson, eins
og hann hét fullu nafni, var fæddur á
Tjörnum undir Vestur-Eyjafjöllum 20.
apríl 1919 og lést á Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi 28. janúar 1998.
Foreldrar hans voru hjónin Har-
aldur Jónsson og Sigríður Tómasdóttir
sem bæði voru fædd undir Eyjafjöllum
og áttu þangað ættir að rekja og í næstu
sveitir lengra aftur talið. Systur Sig-
urðar voru tvær, þær Bergþóra Magnea
og Guðrún, sem lést árið 1964. Hálf-
systkini Sigurðar, sammæðra, voru þau
Sigríður Bergsteinsdóttir og Bergsteinn
Armann Bergsteinsson, bæði látin fyrir
allmörgum árum. Hálfsystkini hans,
samfeðra, eru þau Sigurður Elí, Olafur,
Sigríður, Jónheiður, Sigurveig og
Grétar. Jónheiður lést aðeins 17 ára að
aldri og var dánardagur hennar hinn
sami og Sigurðar, Þ.e. 28. janúar en
dánarárið 1950.
Sigurður ólst upp hjá foreldrum
sínum að Tjörnum fyrstu árin, en
aðeins 7 ára að aldri missti hann móður
sína er hún lést úr berklaveiki vorið
1927. Var það ungum dreng að sjálf-
sögðu mikið áfall, en faðir hans kvænt-
ist aftur Járngerði Jónsdóttur frá Tjörn-
um, en þar var tvíbýli um þær mundir.
Tók hún hin móðurlausu börn að sér og
reyndist þeim með þeim ágætum sem
Sigurður hefur sjálfur Iýst í eftirmælum
um stjúpmóður sína. Hjá föður sínum
og stjúpmóður ólst Sigurður síðan upp
til 18 ára aldurs við mikið ástríki
þeirra, eða þar til er hann fór til náms í
Búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal,
þar sem hann var óslitið í 2 ár. Lauk
hann þaðan búfræðiprófi árið 1939, þá
tvítugur að aldri.
Sigurður hefur sjálfur lýst uppeldi
sínu og námi í æsku heima á Tjörnum,
þar sem ekki var um eiginlega skóla-
göngu að ræða vegna erfiðra sam-
gangna. En fagurlega ber hann vitni
kennaranum sem hann gekk til á næsta
bæ, Sigurði á Brúnum, og ekki síður
þeim heimilisbrag og hollum áhrifum
sem hann bjó að í föðurgarði og reynd-
ist honum ósvikið og kjarnmikið vega-
nesti ævina alla.
Ahuginn á bústörfunum og búfén-
aðinum heima fyrir hafði að sjálfsögðu
beint Sigurði braut í búfræðinámið. Og
hugur hans stóð til frekari mennta er-
lendis í þeim sömu fræðum þó örlögin
lokuðu honum þá leið er heimsstyrj-
öldin mikla braust úr og breytti áform-
um og framtíðarvonum hans - eins og
-325-