Goðasteinn - 01.09.1999, Side 23
Goðasteinn 1999
giftist þar manni að nafni Edward
King, en skammar urðu samvistir
þeirra því að Jóhanna dó 24. nóvember
1892.
Ragnhildur hét hin þriðja dóttir
þeirra hjóna, fædd 2. maí 1873. Hún
varð samferða systrum sínum til Span-
ish Fork árið 1888, en aldurinn varð
henni ekki að meini fremur en Jó-
hönnu, eitrun af einhverju tagi varð
henni að bana 9. nóvember 1891.
Ein dóttir Guðmundar og Jóhönnu
hét Ingveldur, fædd 30. desember
1874. Hún fór vestur til foreldra sinna
1887, giftist manni er hét John James
Carrick og bjuggu þau um hríð í
Winter Quarters en sneru svo aftur til
Spanish Fork. Dánardagur Ingveldar er
ekki þekktur.
Þá er ógetið þriggja yngstu dætr-
anna, þeirra er fluttu vestur með for-
eldrum sínum strax árið 1886. Guð-
björg var ein þeirra, fædd 14. nóvem-
ber 1876. Hún giftist Jeremiah M.
Davis, þau áttu fyrst heima í Winter
Quarters, en fluttu eftir aldamót til
Raymond í Alberta. Guðbjörg var
nefnd Rebekka vestra. Hún lést 27. maí
1962.
Önnur var María, fædd 1. maí 1878.
Hún giftist Julius Whitmore. María dó
15. september 1951.
Yngsta dóttir þeirra hjóna var Jón-
ína Steinunn, fædd 31. janúar 1880.
Hún giftist Angus Lee Harmer og
fluttu þau skömmu eftir aldamót til
Raymond, bjuggu þar í um það bil sex
ár en sneru þá aftur til Utah og settust
að í Mapleton. Jónína dó 4. mars 1963.
Börn Guðmundar og Jóhönnu voru
fleiri, en þau sem hér eru ekki nefnd
urðu eftir heima í Eyjum.
Fjölskylda Sigríðar Eiríksdóttur
Sigríður Eiríksdóttir fæddist 23. júní
1865 í Miðmörk, dóttir giftra vinnu-
hjúa, Eiríks Hannessonar og Halldóru
Gunnsteinsdóttur. Hún giftist Þorsteini
Péturssyni járnsmið í Dölum í Vest-
mannaeyjum en hann var þá ekkju-
maður og átti eina dóttur sem Astrós
hét og fædd var 4. ágúst 1884. Þau
Þorsteinn og Sigríður áttu tvær dætur
til viðbótar, Jónína var fædd 27. nóv-
ember 1885 og Dómhildur fæddist 2.
júní1887.
Þorsteinn tók mormónatrú árið 1886
og ári seinna hélt fjölskyldan vestur um
haf. Dómhildur litla lést á leiðinni, en
foreldrar hennar settust að í Spanish
Fork með dætrunum tveim, bjuggu svo
um skeið í Springville en síðan aftur í
Spanish Fork. Sigríður dó 23. mars
1934 og Þorsteinn dó 28. júní 1939.
Astrós dóttir Þorsteins giftist
William C. Boyd. Hún lést 19. desem-
ber 1911 og lét eftir sig dóttur, sem alin
var upp hjá Þorsteini og Sigríði.
Jónína dóttir Þorsteins og Sigríðar
giftist Dell Fullmer og áttu þau heima í
Spanish Fork. Jónína lést 16. mars
1955.
Fjölskylda Jóns Kristins
Arnoddssonar
Jón Kristinn Arnoddsson fæddist 6.
júlí 1862, sonur Arnodds Jónssonar
-21-