Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 142
Goðasteinn 1999
eða barni hennar. Þorgerður amma
hans í Odda gat hafa skotið skjólshúsi
yfir Þórkötlu bræðrungu sína - ellegar
tekið eitt eða fleiri fósturbörn af henni.
Njála er einkum harmsár héraðssaga
- en jafnframt að öðrum þræði, er hún
margslungin ættarsaga Sæmundar og
annarra Oddaverja. Það getur engan
veginn verið algjör tilviljun.
Mörður gígja og fleiri ættingjar
Sæmundar
Njála hefst með nafni Marðar gígju
- lögvísasta höfðingja sinnar tíðar.
Hann var bróðir Þorgerðar, móður
Helgu húsfrúr í Litla-Odda, móður
Eilífs unga, bónda þar. Dóttir hans var
Þuríður, fyrsta húsfreyja í Odda, móðir
Helgu langömmu Sæmundar fróða.
Bróðir Marðar gígju var Sigfús faðir
Sigfússona í Fljótshlíð og systir hans
var Rannveig móðir Gunnars á Hlíð-
arenda. Líklega hefur móðir Njáls
einnig verið af þessari ætt. Helgi Há-
mundarson (Kolskeggur?) og Helgi
Njálsson á Bergþórshvoli hétu trúlega
eftir sama frænda þeirra beggja.
Unnur, dóttir Marðar gígju, giftist
Valgarði hinum gráa, föðurbróður
Svarts í Odda, langafa Sæmundar.
Aðrir langafar hans voru: Guðmundur
ríki, Síðu-Hallur og Sigfús Elliða-
Grímssonar, bróðir Asgríms bónda í
Tungu. Ef til vill voru þeir fyrir þá
frændsemi leiddir fram á sögusvið
Njálu, Guðmundur ríki, Hallur og synir
hans. I Landnámu og víðar má sjá, að
Sæmundur var afkomandi tuttugu og
sex eða fleiri nafnkunnra landnáms-
manna og átti frændur í öllum land-
fjórðungum.
Hvers vegna er Flosa hlíft?
Og Njálu lýkur með lofi um Kolbein
Flosason, Kárasonar, „er ágætastur
hefur verið einhvers í þeirri ætt“, sem
segir þar. Sannarlega sýnist trúlegt, að
þessi Kolbeinn hafi verið faðir Guð-
rúnar, konu Sæmundar fróða, eins og
segir í viðbæti Sörlaþáttar. Og hver var
líklegri heimildarmaður um flest sem
sagt er frá ferðum og athöfnum Kára
og Brennu-Flosa? Ef svo var er fengin
augljós skýring á því hversu mildum
orðum Njála fer um Flosa - jafnframt
er þá að engu orðin fullyrðing sumra
fræðimanna um líkindi þess að
Njálssaga sé skráð í Skaftárþingi -
Samin á löngu tímabili
Það sýnist heldur ólíklegt, að Sæ-
mundur hafi samið Njálssögu í einni
heild, né heldur í einni lotu. Og varla
gat hann, þótt vitur væri, fundið upp á
augabragði stafsetningu jafngóða
þeirri, sem Ari fróði hafði á sinni
íslendingabók. Líklegast er, að þeir
fróðu frændur og höfundar fyrstu
sagnarita sein skrifuð voru á íslenska
tungu hafi haft samráð um hvernig
stafa skykli íslenskt mál.
Sæmundur hefur sennilega frumrit-
að Njálu í nokkrum þáttum, líklega
fremur á Iöngum tíma en skömmum.
Síðan hefur hann sjálfur eða einhver
annar slyngur maður endurritað þá,
sorfið og fágað, um leið og þeir voru
-140-