Goðasteinn - 01.09.1999, Side 165
Goðasteinn 1999
Gunnarssteini, þó er Jjóst að þar hafa
ekki orðið byltingar í umhverfi, það
sannar dysin sem er rétt norðan steins-
ins, en þar er talið að liggi bein þeirra
sem þar börðust við Hlíðarendabræður.
Allavega er ljóst að þeir sem þar liggja
hafa fallið í bardaga, það sanna rann-
sóknir fornleifafræðinga. Þar fannst
m.a. einn afar sérstæður hlutur, bein-
hólkurinn, sem sumir hafa viljað eigna
Hirti á Hlíðarenda vegna þeirra hjartar-
mynda sem á hann eru ristar. Mér
finnst þó að mörgu leyti sennilegri og
alla vega áhugaverðari kenning Berg-
steins Gissurarsonar brunamálastjóra
að þetta séu leifar af hernaðartækni
þess tíma, sem sé áhald til að draga upp
húnboga að hætti austrænna þjóða, þar
sem svipaðir hringir eru þekktir enn í
dag. Frá þessum tíma eru þekktar 2
tegundir af bogum, finnbogar og hún-
bogar. Húnbogar eru mun öflugri og
langdrægari, komnir til Vesturlanda
með Húnum austan frá Asíu. Allavega
fellur þetta vel að sögu Gunnars.
Holt og Holtsvað
Lengi vel vafðist fyrir mér að skilja
hvað Njáluhöfundur var að fara þegar
hann talar um Holt og Holtsvað, ég
kannaðist ekki við annan bæ með þessu
nafni en Holt undir Eyjafjöllum, því
gekk mér illa að skilja samhengið í
ferðum Hróðnýjar, elju Njáls, og Hösk-
uldar sonar þeirra, sem veginn var
skammt frá Sámsstöðum. Þá áttaði ég
mig á því að hér var átt við Holt á
Rangárvöllum, um þann bæ segir Val-
geir frá Þingskálum svo í Rang-
vellingabók:
„ I Njálssögu er getið um bæinn Holt
og lá leiðin frá Bergþórshvoli þcingað
við garð á Sámsstöðum, en að öðru leyti
verður ekki af sögunni ráðið hvar sá
bœr stóð og engar aðrar fornar heim-
ildir geta hans. Við suðvesturhorn
Reynifellsöldu, um 1,5 km. suðvestur
frá Reynifelli, eru fornar bœjarrústir
og hefur verið álitið cið þar hafi bærinn
Holt staðið, enda kemur það ekki illa
heim við frásögn sögunnar. “
í rannsóknarskýrslu í Rangárþingi
sumarið 1901, segir Brynjólfur Jónsson
m.a.:
„Þó hygg ég það rétt til getið, að
Holt sé sama sem Reynifell, þ.e.a.s.
landið að meira eða minna leyti, en ekki
bœrinn sjálfur. Undir suðurhorni
Reynifellsöldu, niður við eyrarnar þar
sem Fiská rennur og vaðið er, má sjá
rúst allmikla sem eigi getur annað verið
en bæjarrúst, þó tóftaskipan sjáist nú
eigi lengur. Hníga allar líkur að því að
bærinn Holt hcifi staðið þar - hefir hann
haft nafn sitt af öldunni sem þá hefur
verið skógi vaxin, viðlíka skógarhæðir
voru vanalega kallaðar holt. A Njálu
dögum mun Vatnsdalur eigi enn hafa
verið byggður, en Hróðný beitt fénaði
sínum suður í Vátnsfell, og er þá allt
eðlilegt um ferðir smalamanns. Vaðið
mun hafa hcift nafn af bænum, - sem
var þar svo nœrri, - og heitið Holtsvcið.
Að vísu er Fiská svo lítil, að í fljótu
-163-