Goðasteinn - 01.09.1999, Side 36
Goðasteinn 1999
,->* % Nokkrar tækifærisvísur
1 ipjj eftir Ingibjörgu Jónsdóttur á
L, &4L Fornusöndum
Karl Þórðarson skráði
Ingibjörg var fœdd í Ytri-Galtarvík í
Innri-Akraneshreppi, 27. júní 1801.
Foreldrar hennar voru Jón Vigfússon f
1762, d.I5. cigiist 1824. For. hans: Vig-
fús Björnsson á Beitistöðum og Olöf
Jónsdóttir kona hans, (fœdd 1731 - er á
lífi 1801). Og kona hans Ingibjörg
Pálsdóttir, f. 1752. For. ókunnir. Hún er
í Engey 1784. Jón bjó í Engey 1790 -
93, Gröf Skilamannahreppi til 1785,
Ytri-Galtarvík 1796 - 1818.
Ingibjörg var gáfuð kona og minnug og
vel hagmœlt. Hún kom úr Borgatfirði
með séra Þorvaldi Böðvarssyni á Mel að
Holti undir Eyjafjöllum 1827. Hún var
vinnukona hjá séra Þorvaldi. Hún
giftist Þórði Brynjólfssyni frá Teigi og
bjó á Fornusöndum og víðar undir
Eyjafjöllum. Brynjólfur, fœddur 13. 10.
1805 í Hvammi, drukknaði í fiskiróðri
13. apríl 1848, frá Ingibjörgu og þrem
ungum drengjum (eftir 1845, er í
manntali þá), Þórði fœddum 1834, Jóni,
fœddum 1842, og Grími fœddum 1844,
henn hefur líklegci cláið í cesku.
Ingibjörg cló hjá Þórði syni sínum í
Berjaneshjáleigu í V-Landeyjum 22.10.
1888.
Anna Þórðardóttir f. 1870, húsfreyja á
Önundarstöðum í A-Landeyjum var
sonardóttir Ingibjargar. Hún var fróð
og minnug vel, og mundi vel ömmu
sína. Hún mundi og kunni margar af
tœkifœrisvísum Ingibjargar. Hún
kenndi þœr og sagði undirrituðum, sem
er sonarsonur Önnu. Nokkuð af því
hefur ekki glatast, en geymst í handriti
á lausum blöðum, og eru hér skráðar
þar eftir.
Karl Þórðarson, fœddnr á
Önundarstöðum 1937.
VÍSUR INGIBJARGAR
Ingibjörg sá mann sinn koma heim
ríðandi, og sagði:
Mann ég sá á Mýronum ríða,
mikið lét hann hestinn sinn skríða.
Þórðarson ég þennan tel vera,
þar með líka Brynjólfs nafn bera.
Þórður sonur Ingibjargar fann ullar-
lagð nokkuð vænan, en hreppstjórinn
vildi taka til sín og koma í verð til ann-
ars. Þá kvað Ingibjörg:
-34-