Goðasteinn - 01.09.1999, Qupperneq 29
Goðasteinn 1999
þvf er ekki vafi, og dætur þeirra voru
án efa Ingigerður og Þuríður. I Laur-
entíussögu 63. kapitula segir frá brúð-
kaupi Jóns og Ingigerðar á Kúlu (þ.e.
Auðkúlu), „voru þar velflestir ríkis-
menn á íslandi“. Þessi Ingigerður hefur
eflaust verið dóttir Kolbeins og Guð-
rúnar, ekki er meira um þau vitað.
I Laurentíus sögu 38. kapitula, segir
frá því að Laurentíus biskup léði frú
Guðrúnu og frú Þuríði Hvamm í Vatns-
dal til bústaðar á meðan hann var í
vígsluför í Noregi. Ekki er þess getið
að um mæðgur sé að ræða, en í mál-
daga kirkjunnar á Stórólfshvoli frá
árinu 1332, er getið um skuld frú Þur-
íðar við kirkjuna. Það sýnir að frú
Þuríður hefur þá verið kirkjuhaldari á
Stórólfshvoli og trúlega eigandi jarðar-
innar. Nú var Guðrún Þorsteinsdóttir
ættuð frá Stórólfshvoli og hefur eflaust
fengið þá jörð að erfðum. Af þessu má
ráða að frú Þuríður, sem ásamt frú
Guðrúnu bjó í Hvammi í Vatnsdal, er
sú sama og síðar bjó á Stórólfshvoli,
Hún hefur verið dóttir Guðrúnar og
Kolbeins.
Þuríður Kolbeinsdóttir
Nú er þess að geta að kona að nafni
Þuríður Kolbeinsdóttir kemur við skjöl
í Rangárþingi á 14. öld. Hennar er get-
ið í sambandi við kirkjuna í Asi í Holt-
um, taldar eru upp miklar og dýrar
gjafir, sem Þuríður þessi gaf kirkjunni.
Auk fjölda dýrra kirkjugripa er þess
getið að hún gaf Askirkju „fjórðung
allra skóga er fylgja Næfurholti", má af
því ráða að hún hafi verið eigandi
Næfurholts. (D.I. IV bls. 61)
Á síðari hluta 14. aldar bjó í Ási
maður að nafni Kolbeinn Pétursson.
Getið er gjafa sem Kolbeinn þessi gaf
kirkjunum í Kálfholti, Árbæ og Odda,
auk Áskirkju, m.a. er þess getið að
hann hafi gefið Oddakirkju hálfa jörð-
ina Garðsvika í Hvolhreppi fyrir sálu
sinni. (D.I.IV bls. 76)
í nafnaskrá við IV. bindi fornbréfa-
safnsins er Þuríður þessi talin dóttir
Kolbeins Péturssonar, enda er hann
nefndur á undan henni í máldaganum,
en Valgeir Sigurðsson taldi að „þó að
það gæti staðist og vera megi að hann
hafi átt Þuríði fyrir dóttur, er hitt þó
líklegra að þessi auðuga kona er gaf
kirkjunni í Ási þessar stórgjafir hafi
verið móðir hans“.
Þá er næst að athuga tengsl Þuríðar
við Ás í Holtum og eignarhald á þeirri
jörð. Á 13. öld bjó í Ási maður að nafni
Jón Sigurðsson, Jónssonar í Odda
Loftssonar, dóttir Jóns var Salgerður
gift Óla Svarthöfðasyni, Dufgussonar,
þeirra dóttir, Steinunn er átti Haukur
lögmaður Erlendsson. Líklegt er að
jörðin Ás hafi gengið í þessari ætt.
Á það ber að líta að Þuríður er titluð
„frú“. Á þessum tíma voru ekki aðrar
konur kallaðar frúr, en þær sem giftar
voru mönnum, sem höfðu hlotið nafn-
bótina „herra“ frá konungi og verið
slegnir til riddara, svo og abbadísir í
klaustrum. Hafi Þuríður verið móðir
Kolbeins í Ási, sem líklegt má telja, þá
hefur maður hennar heitið Pétur. Ekki
er kunnugt um nema einn mann á þess-
um tíma með nafninu herra Pétur og
-27-