Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 326
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
alltaf var boðið til af hlaðinu sem allir
fóru um, og fór í fjós með manni
sínum, sinnti um bensínsölu og síðar
einnig verslunina, og þegar Bergur var
að heiman sá hún um búskapinn með
heimilisfólkinu, og hann, sem var hús-
bóndinn, sem gekk í öll störf úti og
stjórnaði þannig að næstum enginn tók
eftir, en allir sem nærri voru vildu upp-
fylla, því þakklæti hans, trúnaður og
hrós var hvatningin. Börnin þeirra voru
sumarbörnin, svo mörg, ár eftir ár, sem
mótuðust af þeim báðum.
Bergur kvaddi ekki hrossin sín,
sem höfðu verið þjónar bóndans, held-
ur varð hann einn af brautryðjendum
þeirra bænda, sem fundu hestinum nýtt
hlutskipti, að verða að þjóni þéttbýlis-
búans. Bergur hóf tamningar með
bústörfum sínum og keypti ótamda fola
af bændum og seldi þeim sem kaupa
vildu með þeim hætti að vilja þjóna
kaupandanum og vera alltaf tilbúinn að
skipta og útvega nýjan hest ef erfið-
leikar komu upp. Hann tamdi hrossin á
sinn sérstaka hátt, með því að mynda
gagnkvæmt traust og með því að láta
hestinn finna hversu ánægður hann
væri með framfarir, viljann og ganginn.
Gæðingarnir hans Bergs voru margir,
sem koma í hugann, Oðlingur, Dala-
Rauður, Selur og Kópur, þó ef til vill
séu Selur og Bergur minnisstæðastir
saman, hvernig þeir töluðu saman,
gleði beggja og skeiðsprettirnir, sem
voru engu líkir.
Bergur vildi alltaf gera það strax
sem lá fyrir og ekki bíða með fram-
kvæmdir til morgundags, væri því við
komið. Hann varð einn af stofnendum
Hestamannafélagsins Sindra 1949, for-
maður félagsins frá 1963 til 1971 og
áfram í stjórn félagsins um langt árabil,
og ætíð sá sem öll hestamennska undir
Fjöllum byggðist og tengdist, hann
járnaði næstum öll hrossin, skipulagði
hestaferðirnar allar sem hann fór í.
1958 kom á heimili þeirra Árni
Sigurðsson frá Rauðsbakka, sem hafði
átt erfitt og varð sem sonur þeirra þó
fullorðinn væri. Honum var treyst til
ákveðinna verka, og það var hans
mikla gleði að vera trausts verður við
ýms störf og fá að vera í þjónustu
þeirra og vera Bergi sínum trúr gagn-
vart öllu hans. 1961 kom til þeirra
Jónas Sigurðsson frá Hlíð, þá rúmliggj-
andi sjúklingur og bústýra hans
Þorgerður Guðmundsdóttir. Hann dó
hjá þeim eftir tvö ár en Gerða var hjá
þeim í um 15 ár uns hún fór á sjúkra-
hús. Og þegar reyndi á samhjálp í
sveitinni, þá var Bergur alltaf tilbúinn.
Hann gegndi ýmsum trúnaðarstöðum í
sveitafélaginu, var í hreppsnefnd Aust-
ur-Eyjafjallahrepps um langt árabil.
1984 tók bróðursonur hans,
Sigurjón Pálsson, við stærstum hluta
búsins og 1993 tóku hann og sam-
býliskona hans Valgerður Hafliðadóttir
við öllu búinu og versluninni í Stein-
um, en þau Ella og Bergur ásamt Árna
fluttu að Baugstjörn 22 á Selfossi þar
sem þau áttu sitt fallega heimili, og
vinir þeirra heimsóttu þau, og Bergur
gat haft hesta á húsi og riðið út. Bergur
hafði nær alltaf verið mjög heilsu-
hraustur, hafði búið við stirðleika í
mjöðmum, sem hann fékk töluverða
bót á, en síðustu árin fékk hann verki
fyrir hjartað, sem vissulega boðaði
honum það kall sem kom og hann eins
og vissi fyrir um. Það varð með litlum
fyrirvara á Sjúkrahúsi Suðurlands 18.
-324-