Goðasteinn - 01.09.1999, Side 246
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
íþróttafélög
Iþrótta- og ungmennafélög í
Rangárþingi
Eftirfarandi ungmennafélög starfa í
Rangárþingi, og eru þau öll félagar í HSK,
Héraðssambandinu Skarphéðni:
Iþf. Dímon,
íþf. Garpur, Ásahreppi, Holta- og Land-
sveit.
Umf. Ásahrepps.
Umf. Baldur í Hvolhreppi.
Umf. Dagsbrún, A.-Landeyjum.
Umf. Eyfellingur, A.-Eyjafjöllum.
Umf. Framtíðin í Djúpárhreppi.
Umf. Hekla á Rangárvöllum.
Umf. Ingólfur, Holtum.
Umf. Merkihvoll, Landi.
Umf. Njáll, V.-Landeyjum.
Umf. Trausti, V.-Eyjafjöllum.
Umf. Þórsmörk í Fljótshlíð.
Frásagnir af starfi félaganna á árinu
1997 fara hér á eftir.
Iþróttafélagið Dímon
Starfsemi félagsins hefur verið mikil og
góð undanfarið ár. Iþróttafólkið okkar náði
prýðisgóðum árangri á árinu og var félagi
sínu til sóma í hvívetna. Þrjár íþróttadeildir
starfa innan félagsins, en það eru frjáls-
íþróttadeild, Blakdeild og körfuknattleiks-
deild. Auk þessara greina voru fleiri grein-
ar stundaðar án þess að sérstakar deildir
héldu utan um þær. Þar má nefna greinar
eins og badminton, handknattleik, fim-
leika, sund og glímu, en félagið hefur á að
skipa mjög efnilegu ungu glímufólki.
Þar sem félagið er aðeins rúmlega árs-
gamalt, er starfið í mótun. Eins og gefur að
skilja þurfa ung félög á þessu sviði að
marka sér sína ákveðnu stefnu sem það
síðan mótar áfram eftir tíðarandanum, eftir
því sem árin líða. Hefur það ágæta fólk
sem staðið hefur við stjórnvölinn, bæði í
stjórnum deilda og aðalstjórn, gert marga
góða hluti í þessum efnum og verið óhrætt
við að hrinda hugmyndum sínum í
framkvæmd.
Félagið stóð fyrir ýmsum íþróttavið-
burðum á árinu, en vil ég þó sérstaklega
nefna mót sem haldið var til minningar um
Olaf L. Bjarnason, fyrsta formann félags-
ins og aðalhvatamann að stofnun þess. Á
þessu móti var einnig formlega vígður
stangarstökksbúnaður í íþróttamiðstöðinni
á Hvolsvelli og voru þar að verki fremstu
stangarstökkvarar landsins, þau Vala
Flosadóttir, Jón Arnar Magnússon, Þórey
Edda Elísdóttir og Kristján Gissurarson,
sem flutti búnaðinn til landsins. Keppt var
á mótinu í ýmsum greinum, bæði utanhúss
og innan, og tókst það í alla staði mjög vel.
Ráðgert er að þetta mót verði árviss
viðburður eftirleiðis. Einnig hefur félagið
staðið fyrir íþróttaskóla í samvinnu við
skólayfirvöld og leikjanámskeiðum síðast-
liðið sumar, en hvorttveggja var vel sótt.
Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn
þann 20. febrúar 1998 og á þeim fundi var
kosið í aðalstjórn og er hún þannig skipuð:
Eggert Sigurðsson formaður, Guðmann
-244-