Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 304
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
flatlendið með fjölbreytilegri flóru ið-
andi af lífi og fuglasöng.
Sigurður faðir hennar andaðist
þegar hún er 13 ára og tóku þá systir
hennar Ólafía og Karl Sigurðsson frá
Austvaðsholti, eiginmaður hennar, við
biii í Bjálmholti. Þeirra börn eru Borg-
hildur og Sigurður sem nú búa í
Bjálmholti. Fjölskyldan öll hefur ævin-
lega verið sem einn maður og tengsl
milli foreldra, barna og ættingja afar
náin og kær. Ingibjörg naut þess skyldu-
náms sem bauðst á þeim tímum sem
hún var að alast upp, en til höfuð-
borgarinnar lá leið hennar sem ungrar
konu og var hún þar tíma og tíma í vist
sem og fiskvinnu. Hún nýtti þar dvölina
og hélt áfram að auðga anda sinn og
stundaði m. a. nám í orgelleik hjá Páli
Isólfssyni, því hugur hennar stóð til tón-
listarinnar og um hana snerust öll hen-
nar áhugamál. En Bjálmholt og fjölskyl-
dan átti ævinlega hug hennar allan og
alltaf kom hún heim á ný og aldrei var
hún annars staðar heimilisföst.
Það hefur verið sagt að trúin sé
uppspretta listarinnar. Ingibjörg var
trúuð kona og henni hlotnaðist sú gæfa
að búa yfir náðargáfu. Ung að árum
komu hæfileikar hennar í Ijós, að hún
samdi undurfalleg lög sem líkt og
steymdu út úr hjartanu. Og hún var
einnig vel hagmælt, en þvf flíkaði hún
alls ekki. Þó hún nyti takmarkaðrar
tilsagnar í tónlistarnámi var næmleiki
hennar á því sviði mikill og hún var vel
gefin kona. Sameiginlega báru þessir
tveir þættir hana til góðs þroska á sviði
tónlistarinnar. Hún laðaðist að öllu sem
var fagurt. Hún elskaði tóna og orð.
Fögur ljóð ort á íslenska tungu voru
henni nærtæk, ómar tónskálda voru
henni þekkir. Allt sitt líf var hún að
semja lögin sín fallegu, eða eins og hún
orðaði það sjálf, þau komu til hennar.
Og á kvöldin spilaði hún þau yfir á
orgelið sitt uppi í herbergi til að festa
þau í minni og setja niður á blað. Slík
kvöld voru ófá og ógleymanleg í minn-
ingu þeirra systkina Borghildar og
Sigurðar er þau svifu inn í draumheima
með lögin hennar Minnu fyrir eyrun-
um. Ef ekki hefði verið fyrir tilstilli
eins manns, Jóns Þórðarsonar í Foss-
hólum, þá er ekki víst að okkur hefði
hlotnast sú gæfa að geta notið hæfi-
leika Ingibjargar, því fyrir framgöngu
hans voru lögin hennar gefin út fyrir
tæpu ári, bæði á diski og í nótnahefti
sem hafði að geyma hátt í hundrað Iög.
Ingibjörg var falleg kona. Ljúf og
góð, æðrulaus og sönn. Góðmennska
hennar og hlýleiki var slík að fágætt er
í dag í þjóðfélagi þar sem ekki er tími
til neins, síst af öllu að rækta garðinn
sinn. Hógværð og lítillæti voru hennar
aðalsmerki, þó jafnan stutt í gáskann
og gleðina. Hlédrægni hennar var við
brugðið og aldrei gerði hún kröfur fyrir
sig persónulega en uppörvunarorðin
voru alltaf á næsta leiti og ævinlega til-
búin að veita rausnarlega af sínu vinar-
þeli og hjartahlýju.
Ingibjörg hélt skýru minni og and-
legu fjöri til hins síðasta, en kraftar
voru þrotnir. Hún andaðist 3. septem-
ber sl. á Sjúkrahúsi Selfoss eftir stutta
Úrval aflögum Ingibjargar Sigurðardóttur
erufáanleg á geisladiskinum „Heyrði ég í
hamrinum “, útg. ínóv. 1997. Ymsirýlytjen-
dur. Dreifing Japis. Fœst einnig hjá
Borghildi og Sigurði Karlsbörnum í
Bjálmholti, sími 487-6539, og útgefandanum
Jóni Þórðarsyni, s. 891-7799.
-302-