Goðasteinn - 01.09.1999, Page 268
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Kórar
æinga og halda þessir kórar sameiginlega
vortónleika og nii í seinni tíð hefur Samkór
Rangæinga bæst í hópinn. Einnig hefur
Kvennakórinn Ljósbrá átt ánægjulegt sam-
starf við aðra kóra, sótt þá heim, fengið þá
í heimsókn og haldið tónleika með þeim.
Fyrir utan Karlakórinn og Samkórinn má
nefna Freyjukórinn í Borgarfirði, Kvenna-
kór Suðurnesja, Kvennakór Hreyfils,
Jórukórinn á Selfossi, Skagfirsku söng-
sveitina og Rangæingakórinn í Reykjavík,
sem Elín Osk Oskarsdóttir stjórnar.
Ýmis verkefni
Það er gaman að geta þess að tónskáld-
ið Atli Heimir Sveinsson útsetti lag sitt
„Kvæðið um fuglana“ sérstaklega fyrir
Kvennakórinn Ljósbrá, útsetningin er fyrir
kvennakór og sóló fyrir sópranrödd, flautu
og píanóundirleik. Þegar Kvennakórinn
Ljósbrá og Karlakór Rangæinga fengu
Rangæingakórinn í Reykjavík í heimsókn
á tónleika sem haldnir voru í Hvolnum á
Hvolsvelli 11. nóv. 1995, var þessi útsetn-
ing á laginu frumflutt af Kvennakórnum
Ljósbrá undir stjórn Margrétar Bóasdóttur
með Elínu Osk Óskarsdóttur, óperusöng-
konu, Maríönnu Másdóttur, flautuleikara
og Agnesi Löve, píanóleikara.
Auk þess að koma fram við ýmis tæki-
færi. tónleikaferðir og önnur félagsstörf, þá
fór kórinn í velheppnaða skoðunarferð 15.
mars veturinn 1997 austur á Skeiðarársand
að skoða afleiðingar náttúruhamfaranna
eftir Skeiðarárhlaupið.
Þá er ekki hægt annað en að minnast á
þegar Kvennakórinn fór á tónleika Eyrúnar
Jónasdóttur, mezzósópran, Elmu Atla-
dóttur, sópran og Ólafs Vignis Alberts-
sonar, píanóleikara í Hveragerðiskirkju 4.
júní 1998, þegar jarðskjálftakippur upp á
5,3 á Richter skók jörðina á miðjum tón-
leikum og allt lék á reiðiskjálfi. Eftirminni-
legur atburður það.
Veturinn 1997 vann söngfólk og kórar
hér í Rangárvallasýslu, ásamt fleira tónlist-
arfólki, að því að gefa út safndisk með
lögum eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur frá
Bjálmholti. Lög hennar „Austurfjöll“ við
ljóð Guðmundar Guðmundssonar og „Þú
varst ævintýr“ við ljóð Davíðs Stefáns-
sonar, eru sungin inn á diskinn af Kvenna-
kórnum Ljósbrá. Þessi ágæti diskur,
„Heyrði ég í Hamrinum“, var kynntur á
útgáfutónleikum 22. nóv. 1997 á Lauga-
landi í Holta- og Landsveit.
Fjáröflun
Kvennakórinn Ljósbrá hefur tjárfest
töluvert. Fyrir utan nótur og fleira sem
tilheyrir kórstarfi, þá voru keyptir vel
heppnaðir kórbúningar sem fyrst var skart-
að í á tónleikum 17. mars 1996. Einnig
voru keyptir mjög góðir söngpallar, sem
kórinn vígði á Góufagnaði 22. feb. 1998.
Það fer vel um fólk á þessum ágætu pöll-
um og vonandi skilar það sér í góðum
söng.
Auk félagsgjalda og aðgangseyris að
tónleikum var haldinn kökubasar, gefnar út
kökuuppskriftabækur sem voru seldar í
fjáröflunarskyni. Þá hefur kórinn hlotið
myndarlega styrki frá Héraðsnefnd Rang-
árvallasýslu, útibúi Landsbankans Hvols-
velli, Félagssjóði Félagsheimila og Menn-
ingarsjóði Kaupfél. Rangæinga. Þá hefur
Kvennakórinn Ljósbrá ævinlega haft afnot
af Félagsheimilunum endurgjaldslaust,
bæði til æfinga og tónleikahalds. Kvenna-
kórinn Ljósbrá vill færa öllum þessum
aðilum bestu þakkir fyrir þann mikla
stuðning og velvilja, sem er ómetanlegur,
sömuleiðis öllum velunnurum kórsins sem
mæta á tónleika.
Söngstjórar
Kvennakórinn Ljósbrá hefur notið
handleiðslu fimm söngstjóra, en þó þeir
hafi ekki skotið rótum hjá kórnum hefur
samstarfið við þá alla verið með ágætum,
-266-