Goðasteinn - 01.09.1999, Page 335
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
Frá þrciutum fékkst líkn að
launum,
lojuð sé miskunn Hans.
Frelsi frá feigð og raunum
erfriður hvers gœfumanns.
/ hugum er hryggð og tregi.
En - hittumst á efsta degi!
Sr. Sigurður Jónsson í Odda
Vigdís Sigurðardóttir,
Skeggjastöðum
Hún fæddist í Háarima í Þykkva-
bæ, þar sem foreldrar hennar bjuggu,
Guðfinna Sveinsdóttir frá Vatnskoti í
Þykkvabæ og Sigurður Guðnason frá
Ytri-Hóli í Vestur-Landeyjum. Hún var
sjöunda í röð 9 systkina, en eitt þeirra
er eftirlifandi, Sigurbára, sem á heima í
Vestmannaeyjum.
Vigdís missti föður sinn 11 ára og
var þá móðir hennar ófrísk af yngsta
barninu. Það reyndi því á samheldni
fjölskyldunnar og að hver og einn gerði
sitt besta, vandaði sitt verk og væri trúr
í hverju viðfangsefni. Það var Vigdís.
Alltaf sú sem mátti treysta og trúa fyrir,
tilbúin til að takast á við verkin og
ljúka þeim af hagsýni og vandvirkni.
17 ára fór hún á heimili eldri systur
sinnar, Sigríðar í Unhól í Þykkvabæ,
sem vinnukona, henni til hjálpar og
styrktar og var þar í 9 ár, eða þar til
hún giftist 7. nóvember 1936 Antoni
Kristni Einarssyni frá Vestri-Tungu í
Vestur-Landeyjum, og hófu þau þar
búskap sama ár með bróður hans,
Tyrfingi, og móður hans, Önnu Tyrf-
ingsdóttur.
A búskaparárum sínum í Vestri-
Tungu fæddust þeim dæturnar Elín
Anna 1937 og Þuríður 1938. Jörðin var
þá erfið tii búskapar og þeim því mikil
gleði þegar þau keyptu jörðina
Skeggjastaði 1941 og fluttu þangað til
að takast á við búskap þess tíma, þar
sem allt varð að vinnast heima, sækja
vatnið í brunninn, vinna heyskap með
höndum og hestum í miklu votlendi,
hirða skepnurnar með væntumþykju og
elska náungann. Það gerðu þau saman,
Anton og Vigdís, alltaf svo samhent og
glöð í nálægð hvort annars. Og ef þau
voru beðin greiða, þá var það þeirra
gleði að uppfylla. Og enginn fékk að
fara um bæjarhlaðið án þess að koma
inn og þiggja veitingar, hlaðið veislu-
borð Vigdísar, svo hlaðið, að þeir
gleyma ekki sem þáðu.
Það var gott að koma á heimili
þeirra hjóna, því það var eins og and-
blærinn talaði um hamingju þeirra og
farsæld, því þau elskuðu hvort annað
og tjölskyldu sína, sem hafði stækkað,
Guðjón fæddist 1944, 1946 áttu þau
andvana fæddan dreng og 1957 fæddist
þeim Guðfinna Sigríður. Þau bjuggu í
-333-