Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 302
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
Ólafar Jónsdóttur er þá voru nýlega
farin að búa í Syðstu-Mörk. Þar ólst
hún upp til 16 ára aldurs, en flutti þá
með fósturforeldrum sínum að Skúms-
stöðum í Vestur-Landeyjum árið 1918.
Var þar óhæg aðkoma sökum vatna-
gangs og allt þurfti að byggja upp frá
grunni. Varð þá að nota bát til að kom-
ast að og frá bæ við efnisflutninga og
samgöngur allar fyrstu árin. Eru þær
aðstæður og þvílíkir erfiðleikar lítt
skiljanlegir nútímakynslóðinni, sem
býr við góðar samgöngur og hvers
konar þægindi sem óþekkt voru áður
fyrr. Það þurfti seiglu og þrek, kjark og
iðjusemi til þess að yfirstíga þessa
erfiðleika og yfir þessum eiginleikum
öllum bjó Ingibjörg í ríkum mæli upp
frá þessu og um langa ævi.
Um tvítugsaldur lá leið hennar
aftur heim að Stóra-Dal í faðm sinnar
stóru fjölskyldu. Það var mannmargt á
heimilum í Dalshverfinu á þessum tíma
og gróskumikið mannlíf, góður og
gleðiríkur félagsskapur, og nóg að
starfa fyrir yngri sem eldri, því að
enginn tækni var þá til komin til að
létta störfin og auka afköstin. Um
menntunarmöguleika var tæpast að
tala, þótt atgerfi og áhugi væri fyrir
hendi. Námskostir voru fáir og stóðu
efnalitlu fólki sjaldnast til boða. En
hollt er heima hvað, þar sem andinn er
vakandi og viljinn stendur til framfara
og betra mannlífs. Og þannig lágu
straumar á vakningarárum ungmenna-
félaganna og fullveldisbaráttu þjóðar-
innar. Þetta var á fyrstu áratugum þeirr-
ar aldar sem nú er nær til enda liðin og
sumum finnst nokkuð hugsjónaþreytt
og þröngsýn á lífsgildi nú undir lokin,
miðað við þá fersku vinda sem áður
blésu á æskudögum Stóra-Dalssyst-
kinanna.
Eftir nokkur ár heima í Stóra-Dal
lá leið Ingibjargar til Vestmannaeyja
eins og svo fjölmargra jafnaldra hennar
á þeim árum. I Vestmannaeyjum var
hún í vist á ýmsum heimilum í nokkur
ár en þaðan hélt hún sfðan til Reykja-
víkur, þar sem henni bauðst vinna á
góðum heimilum, enda eftirsótt til
starfa sökum dugnaðar og trúmennsku.
Kynntist hún í þeim störfum sínum
þjóðkunnu fólki og mikilhæfu, sem vel
kunni að meta velvirkni hennar og
iðjusemi.
Síðari hluta ævi sinnar gerðist
Ingibjörg starfsstúlka á Landspít-
alanum í Reykjavík og vann þar um
eða yfir 20 ár, í þvottahúsi spftalans,
allt þar til er að starfslokum kom um
sjötugsaldur. Naut hún þar sem í öðrum
störfum sínum trausts og virðingar yfir-
manna sinna og samstarfsfólks. Síðustu
20 árin bjó hún í Furugerði 1 í Reykja-
vík, þar sem hún bjó sér hlýlegt heim-
ili, - og átti þar jafnvel sín bestu ár. Þar
naut hún aðstoðar og þjónustu þegar að
ævilokum leið, þó að hún enn væri
heilsugóð og sjálfbjarga um flesta
hluti, allt fram á síðustu daga síns háa
aldurs.
Þó að Ingibjörg verði ævi sinni og
kröftum lengst af fjarri bernskuslóðum,
þá átti hugur hennar þar ávallt heima.
Það kom jafnan skýrt fram og með
mörgu móti. Þannig varði hún jafnan
sumarleyfum sínum heima í dalnum
undir Fjöllunum fríðu og oft lá leið
hennar þangað á kærar slóðir á hátíðum
og endranær þegar færi gafst til. Atti
hún sinn stóra þátt í samstöðu og
samheldni sinnar stóru ljölskyldu og
-300-