Goðasteinn - 01.09.1999, Page 183
Goðasteinn 1999
stórum stíl, og til þess varð að hafa
dýrar vélar. Með slíku fyrirkomulagi
hefði þurft á öllu landrýminu að halda,
en með nýja búskaparlaginu, að nota
vélar sem mest hefði þessir bændur
komist af með fátt fólk, líklega 40-50
manns. Hér áttu þá heima rúmlega 200
manns, og hvað átti að verða um það
fólk, sem ekki komst að stórbúunum?
Nei hér var ekki um annað að rœða en
að auka framleiðsluna stórkostlega,
finna einhver úrræði til þess, að allir
gœti setið kyrrir á býlum sínum og haft
nóg að bíta og brenna. Og þá var
ákveðið að ráðast í kartöflurækt í stórum
stíl (Árni Óla 1962:179-180).
Það var þó margt fleira en plássleysi
sem orsakaði þessa einstæðu atvinnu-
byltingu í sveit á íslandi. Það mikla
flatlendi sem er í Þykkvabænum er
einkar hentugt fyrir kartöflurækt, auk
þess eru löndin sendin en það er ákjós-
anlegasti jarðvegur kartaflna. I sendn-
um jarðvegi spretta kartöflur fyrr en
annars staðar þar sem sandurinn hitnar
fljótt. Við það bættist að þær verða
þurrefnisríkar við þær aðstæður sem er
gott upp á bragðgæði. Nálægðin við sjó
er einnig kostur því hann veldur oft
hlýrra veðri þar heldur en ofar á land-
inu, sleppa bændur þ.a.l. frekar við
næturfrost. Landfræðileg staðsetning
Þykkvabæjar gerir það svo að verkum
að auðvelt er að korna kartöflunum á
markað.
A upphafsárum stórtækrar kartöflu-
ræktar hér í sveit voru kúabú mörg og
um tíma var Djiipárdeildin önnur af
tveimur afurðahæstu innleggjendunum
í Mjólkurbú Flóamanna. Kúabúskapur-
inn átti svo stóran þátt í upphafi
kartöfluræktarinnar því kúamykjan,
sem nóg var til af, var notuð sem
áburður í byrjun. Það skýrði Sigur-
bjartur Guðjónsson fyrrverandi oddviti
eitt sinn svo:
Fljótlega eftir að vötnin hurfu, var
farið að bera á gróna hólma, sem staðið
höfðu upp úr vatninu, og í framhaldi af
því varfarið að setja niður kartöflur á
þessum bölum, því ekki skorti hér
áburðinn. Þannig hófst kartöflurœktin
hérna með því að menn voru að reyna að
hafa gagn afáburði, sem ekki voru not
fyrir til grasræktar (Jón R Hjálmarsson
1980:148).
Velgengnin í kartöfluræktinni gerði
það svo að verkum að flestir lögðu
niður kúabúin á árunum 1960-1970 og
eru nú aðeins þrjú kúabú eftir í
Þykkvabænum. Ástæða þeirrar öru þró-
unar sem varð frá blönduðum búskap
til nær einhliða kartöfluræktar orsak-
aðist fyrst og fremst af því hve mikið
hin nýja atvinnugrein gaf af sér, og
gerði Þykkvabæ að öflugustu sveit
Suðurlands þar sem enginn skuldaði
neinum neitt hvað sem síðar hefur
orðið.
Vélar taka völd
Kartöfluræktin hefði víst aldrei orð-
ið nema lítil hliðargrein við kúabúskap
ef þróun á vélum og áhöldum til rækt-
unarstarfa hefði ekki farið strax af stað.
-181-