Goðasteinn - 01.09.1999, Page 160
Goðasteinn 1999
Lítið hefur líklega dregið úr ofsa
hlaupsins, meðan það var í þröngri
kverkinni milli Eyjafjalla og Fljóts-
hlíðar. Skyndilega rýmkast um, þegar
kemur út hjá Stóra-Dímon og þar hefur
hlaupið því tekið að dreifast til beggja
handa (sjá 2. mynd). Við það hefur
einnig grynnkað í vatninu, hraði þess
minnkað og aurinn í því byrjað að setj-
ast til, fyrst grófari kornin, grjót, möl
og sandur. Mikið af sandi hefur þó
verið hrærður upp í hlaupvatninu, sem
settist svo til í nær samfelldu lagi um
allar Landeyjar. Hlaupið hafði stefnu
vestur með Fljótshlíð, en svo hefur
landhalla til sjávar farið að gæta, þegar
kom út á víðlendið í Fandeyjum. Við
það sveigðist hlaupið í átt til sjávar.
Svipuð hafa orðið örlög kvísla Markar-
fljóts á seinni tímum. Þar hefur þó stýrt
stefnu þeirra að nokkru „aurvængur"
sá, sem hlaupið hlóð upp við að missa
straumhraðann, og farvegir þeir, sem
dreggjar hlaupsins grófu um Landeyjar.
Fyrir vikið hafa vötn oft haft vestlægari
stefnu í Fandeyjum en ella hefði verið
og þannig að sem skemmst væri til
sjávar.
Vatnagangurinn hefur ávallt verið
háður veðurfari og jöklafari, en mikið
öskufall á vatnasviði Markarfljóts getur
einnig hafa valdið breytingum. Jökul-
vatn og aurburður aukast, þegar veður-
far er svalt og jöklar ná langt fram, eins
og á „járnaldarísöldinni“ og „litlu
isöldinni“, sem hörðust var á 17. - 19.
öld. Gróður bindur þá líka síst laus
yfirborðslög, auk þess sem frostrof og
vatnsrof er þá meira. Aðburður efnis er
því meiri lil fallvatnanna á kulda-
skeiðunum og vatn yfirleitt meiri í
vötnum til að flytja aurinn. Vatnabreyt-
ingar og mikill vatnagangur fylgja því
oft kólnandi veðurfari. Veðurfar er talið
hafa verið einkar gott á landnámsöld,
jöklar náðu þá skammt fram og mun
minna mun hafa verið í flestum fall-
vötnum en síðar varð. Þá er talið, að
kvíslar úr Markarfljóti hafi hríslast um
Landeyjar, en fæstar verið miklar að
vöxtum. Um 1200 var Markarfljót að
mestu komið í einn farveg, svipað og
Alar lágu síðar, og var þannig að lík-
indum lengst af á 13. öld, ritunartíma
Njálu. Upp úr því lá mikið vatn í
Affallinu, þó að einhver munur hafi
líklega verið á því, en vestur í Þverá
féll úr Markarfljóti snemma á 16. öld
og svo aftur ítrekað á 18. öld. Lá fljótið
svo að meira eða minna leyti í Þverá,
þar lil girt var fyrir það á þessari öld í
tengslum við vega- og brúagerð.
Austur með Eyjafjöllum féll iðulega úr
fljótinu á 16. - 18. öld. Við þær aðstæð-
ur var Páll Vigfússon, sýslumaður á
Hlíðarenda, nærri drukknaður í vötn-
unum, þegar Barna-Hjalti bjargaði
honum og fékk Önnu á Stóru-Borg í
kjölfarið, að því er sögur herma. Af
þeim Önnu og Hjalta munu allir Is-
lendingar vera komnir (eða hartnær
allir, a.m.k.) og mega því e.t.v. þakka
Markarfljóti þann uppruna sinn.
Helstu breytingar frá landnámsöld
Hér hefur verið stiklað á stóru og
rétt drepið á þau öfl, sem mestu hafa
ráðið um megindrætti landslags og
-158-