Goðasteinn - 01.09.1999, Page 107
Goðasteinn 1999
Jóhann G. Guðnason, Vatnahjáleigu:
Veðurfar í Landeyjum 1998
Janúar
Frá 1 .-20. jan. var norðaustlæg átt
nær alls ráðandi, og dagana 11., 12.,
19., og 20. fór veðurhæð í 8 - 9 vind-
stig í hviðum og mest í 11
vst. fyrir hádegi þ. 20.
Dagana 21.-31. voru
breytilegar áttir og mjög
hægar. A tímabilinu 1,-
14. jan. var þokkalega
hlýtt miðað við árstíma
og stundum komst hiti að
deginum í 5-6 st.. Aðeins
fjórum sinnum á þessu
tímabili fór hiti lítillega
undir frostmark að nætur-
lagi. Síðan kom nær sam-
felldur frostakafli dagana 15.-19. og
mest varð frostið þ. 18. 10-12 st. og
aðfaranótt þess dags var 15 st. frost og
aðfaranótt þ. 19. var 12 st. frost. Síðan,
og til loka mánaðarins var vægt frost
öðru hverju, einkum kvölds og morgna,
en oftast vel yfir frostmarki að deg-
inum. Mánuðurinn var nánast snjólaus
aðeins tvisvar féllu smáél, þ.19. og 21.
Það var léttskýjað 11 daga, rigning
hluta úr dögum eða skúrir 5 daga,
alskýjað og úrkomulaust í 15 daga.
Febrúar
Mánuðurinn var umhleypingasamur
og blésu vindar af öllum áttum og yfir-
leitt hægir, en þó komst veðurhæð í 7-9
vindstig hluta úr dög-
unum 23.,27. og 28. Dag-
ana 1.-18. var vægt frost
öðru hvoru, einkum þó að
morgni og kvöldi, en
síðan og til mánaðarloka
herti frostið nokkuð og
varð mest 8-12 st. dagana
26.,27. og 28. Á þessu
tímabili var snjókoma eða
él hluta úr 8 dögum. Það
var léttskýjað 7 daga,
rigning hluta úr 5 dögum
og skúrir 2 daga, alskýjað og úrkomu-
laust 14 daga.
Mars
Fyrstu viku mánaðarins var rakin
norðanátt og fór hiti ekki yfir frostmark
að deginum. Að morgni og kvöldi var
oft 10-12 st. frost og varð mest 14 st.
að morgni þ. 7. Aðfaranótt þ. 11. var
15 st. frost, en eftir það íor að hlýna og
var hiti oftast vel yfir frostmarki að
deginum til loka mánaðarins og komst
mest í 7-8 st. dagana 20.,21.,30. og 31.
Næturfrost voru öðru hverju á þessu
-105-