Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 315
Goðasteinn 1999
LÁTNIR1998
mennsku, sem hún stundaði af miklu
kappi og oft með eldmóði, bæði við
sína nánustu og þá sérstaklega barna-
börnin, og líka í félagsskap eldra fólks
á Hellu. Var hún meðal frumkvöðla
þeirra reglubundnu samverustunda við
spilaborðin. Þá hafði Kristín mikið
yndi af ferðalögum, og seinni árin fór
hún alloft að heimsækja fólkið sitt út til
Svíþjóðar og Danmerkur, og ferðaðist
einnig víðar um Evrópu.
Umhyggju sína fyrir vandabundnu
fólki og vinum tjáði hún með ýmsu
móti, ekki síst með flatkökunum góðu,
sem hún sendi mörgum, oft og víða, og
hélt þeim sið til skamms tíma.
Undir það síðasta tók heilsu Krist-
ínar heldur að hraka, en síðustu jólin
hélt hún þó heima ásamt Sigrúnu dóttur
sinni og fjölskyldu hennar. Undir ára-
mót fór hún sér til hvíldar og hressing-
ar á Dvalarheimilið Lund, og hugðist
hafa þar nokkurra daga dvöl, en var
vistuð degi síðar, á gamlársdag. Kristín
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi
2. janúar 1998, 87 ára að aldri. Útför
hennar var gerð frá Oddakirkju 10.
janúar 1998.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda
/
Magnea Helga Agústs-
dóttir frá Hemlu
Magnea Helga Ágústsdóttir var
fædd í Hemlu í Vestur Landeyjum hinn
16. jan. árið 1926. Loreldrar hennar
voru hjónin Ingibjörg Magnúsdóttir
húsfreyja frá Vatnsdal í Lljótshlíð og
Ágúst Ándrésson bóndi í Hemlu. Ingi-
björg var fædd árið 1885. Hún lést árið
1945, sextug að aldri. Ágúst var einnig
fæddur árið 1885 en hann lést tæpra 80
ára, árið 1965. Þeim hjónum varð
þriggja barna auðið, en þau eru þessi í
aldursröð: Magnús Oskar, sem lést að-
eins 5 ára gamall, Andrés Haukur f.
hinn 16. okt. 1923, búsettur í Reykja-
vík og yngst var Magnea Helga.
Við fráfall móður sinnar árið 1945
tók Magnea að sér heimilishald í
Hemlu ásamt föður sínum og annaðist
það um tveggja ára skeið. Að því
loknu, eða þegar faðir hennar kvæntist
öðru sinni, hélt hún til náms í Héraðs-
skólann á Laugarvatni, hvar hún nam í
tvo vetur. Síðar lá leið hennar til höfuð-
staðarins þar sem hún var um eins
vetrar skeið við nám í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur.
Áð þessari menntun fenginni var
Magneu ekkert að vanbúnaði að takast
á við stofnun fjölskyldu og má segja að
það hafi gengið eftir, því um þetta leyti
tókust náin kynni með henni og mikl-
um efnismanni frá Hólmi í Austur
Landeyjum, Ólafi Tryggva Jónssyni.
Loreldrar hans voru hjónin Jón Árna-
son bóndi að Hólmi og Ragnhildur
Runólfsdóttir. Raunar þekktust þau
-313-