Goðasteinn - 01.09.1999, Page 28
Goðasteinn 1999
sýslumaður Árnason, sem átti m.a.
hálfa Auðkúlu í Svínadal og virðist því
hafa verið af Auðkýlingaætt (eða kona
hans). Ekki þykir önnur ættfærsla lík-
legri en þessi.
Vitnisburður Vatnshyrnu
Fleira er athyglisvert í þessu sam-
bandi. í ættartölubroti úr Vatnshyrnu,
aftan við Þórðar sögu hneðu, er rakin
ætt Ingileifar Árnadóttur, sem fullvíst
þykir að hafi verið kona Jóns Hákonar-
sonar í Víðidalstungu, þess er lét rita
Vatnshyrnu. Árni faðir hennar er þar
talinn sonur Þórðar Kolbeinssonar,
Þórðarsonar kakala, Sighvatsonar.
Margir álíta að faðir hennar hafi verið
Árni hirðstjóri, fremur en einhver
alnafni hans. Ef hér er átt við Árna
hirðstjóra er tvennt til, annað hvort
hefur Árni ekki verið af Auðkýlinga-
ætt, sem nokkrar líkur benda þó til, eða
ættartalan í Vatnshyrnu röng. Það þykir
tortryggilegt að þar sem börn Þórðar
kakala eru talin í Sturlungu er Kol-
beinn ekki nefndur. Fremur ólíklegt
verður að telja að höfundur Þórðarsögu
í Sturlungu hafi ekki vitað um öll börn
hans, þau eru talin fimm, og engin
þeirra eru nefnd annars staðar svo vitað
sé. Ekki er heldur líklegt að Kolbeinn,
er til hefur verið, hafi fallið burt í hand-
riti. En hitt er ekki síður ótrúlegt að
þeir sem skráðu ættartölu Ingileifar í
Vatnshyrnu, undir handarjaðri Jóns
Hákonarssonar eða þeirra hjóna hafi
ekki vitað ætt hennar.
Sonur Þórðar kakala?
Á þessu vandamáli kom Valgeir
Sigurðsson með mjög frumlega og
sérstæða skýringu. Hún er sú að sá
Kolbeinn, sem í Vatnshyrnu er talinn
sonur Þórðar kakala, sé enginn annar
en Kolbeinn Auðkýlingur. Niðjar hans
hafi einfaldlega talið hann rangfeðr-
aðan og rakið ættina samkvæmt því.
Það er alþekkt fyrirbrigði í síðari tíma
ættartölum að ættir séu raktar þannig
að meintur faðir sé talinn annar, en sá
sem opinberlega er viðurkenndur. Val-
geir segir því að „Kolbeinn hafi verið
skrifaður sonur Bjarna bónda á Auð-
kúlustöðum, sem hafi verið hans
viðurkenndi faðir, en almannarómur
hafi talið hann son Þórðar kakala, og
hafi hann svarið sig svo í þá ætt að
niðjar hans hafi rakið þannig í ættar-
tölum sínum, enda hafi þar verið til
nafnkenndari manna að telja.“
Þetta er auðvitað tilgáta, sem ekki er
hægt að sanna, og einhverjum kann að
þykja hún fulldjörf, en hún fær þó skýrt
ýmislegt sem óljóst er. Eg tel að hún sé
þess virði að koma fram, hvort sem
hún þykir trúleg eða ekki. Þess má geta
að móðir Kolbeins er með öllu óþekkt,
og gæti móðir hans t.d. verið einhver
þeirra kvenna, sem Þórður kakali átti
börn með.
Börn Kolbeins og Guðrúnar
Þá er að vfkja að börnum Kolbeins
Auðkýlings og Guðrúnar Þorsteins-
dóttur, þau voru a.m.k. fjögur. Synir
þeirra voru Benedikt og Þorsteinn, á
-26-