Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 240
ANNÁLAR
Goðasteinn 1999
Kvenfélög
handavinnuverðlaun í Hvolsskóla, seldum
jólakort fyrir sjúkrahússjóð SSK o.fl. Þá
hefur kvenfélagið séð um jólatrésfagnað
fyrir börnin milli jóla og nyárs.
A s.l. ári fór kvenfélagið fram á það við
sveitarfélagið að það fengi föst afnot af sal
á efri hæð félagsheimilisins, og var þeirri
málaleitan vel tekið af hálfu hreppsins, svo
nú höfum við fast aðsetur þar á loftinu og
er opið hús þar fyrir félagskonur og þær,
sem vilja taka þátt í starfi kvenfélagsins og
kynnast því. Þar eru allar konur velkomnar
á þriðjudagskvöldum frá kl 8.
Kvenfélagið Eygló,
Kvenfélagið Eygló var stofnað 19. apríl
1944. I félaginu eru 27 konur en aðeins 16
konur eru starfandi í nefndum. Ein kona
gekk í félagið á árinu.
Félagskonur skipulögðu hátíðahöld 17.
júní að vanda með Ungmennafélaginu
Trausta. Eldri borgurum var boðið í ferða-
lag í V.-Skaftafellssýslu. Upphaf ferðar var
í Byggðasafninu í Skógum, ekið niður í
Reynishverfi auslur að Höfðabrekku og
borðað þar. Síðan var haldið austur Síðuna
að Klaustri og þaðan til baka um Landbrot,
Meðalland og kaffi drukkið í Álftaveri.
Þetta var mjög góð ferð sem bæði kven-
félögin í Landeyjum og Eyjafjöllum skipu-
leggja og bjóða eldriborgurum úr þessum 4
hreppum að taka þátt í.
Við þáðum heimboð Kvenfélags Þor-
lákshafnar í nóv. og áttum ánægjulegt
kvöld með félagskonum þar. Góðar veit-
ingar og skemmtiatriði.
Félagsstarfið byggist upp á föndur-
kvöldum á Heimalandi, þar er tekið upp á
ýmsu, t.d. gerð jólakort, taulíming, lærður
línudans, laufabrauðsgerð o.m.fl.
Félagið á 2 fulltrúa í stjórn SSK, þ.e.
ritara og gjaldkera og 1 fulltrúa í varastjórn
SSK. Þá á félagið einnig fulltrúa í orlofs-
nefnd SSK. í félaginu í dag eru 41 kona.
Stjórnina skipa Bára Sólmundsdóttir for-
maður, Elínborg Valsdóttir ritari og
Benedikta Steingrímsdóttir gjaldkeri. Með-
stjórnendur eru Guðrún Þorgilsdóttir og
Helga Hansdóttir.
Bára Sólmundsdóttir.
Vestur-Eyjafjöllum
Aðalfjáröflun felst í kaffisölu og
blómasölu. Leikskólinn varð 10 ára á ár-
inu. Honum var gefin peningagjöf í tilefni
þess. Dvalarheimilinu Lundi á Hellu og
Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli í Hvolsvelli
voru gefnar peningagjafir til tækjakaupa.
Auk þess styrkti félagið Hjálparstofnun
kirkjunnar, Júgóslavíusöfnun o.fl. Blóm
voru gefin öldruðum konum og sjúkling-
um. Félagskonur seldu jólakort f. sjúkra-
hússjóð og dagatöl Þroskahjálpar.
Kvenfélagskonur buðu eiginmönnum á
jólahlaðborð í des. Vinsælt er að fara í
Laufafell á Hellu.
Síðast var jólatrésskemmtun haldin
fyrir börn í báðum hreppum 29. des.,
heppnaðist hún vel að vanda, enda ekkert
til sparað.
2 fundir eru haldnir á árinu, haust og
vor og stjórnarfundir eftir þörfum.
Stjórn félagsins skipa: Anna M. Tómas-
dóttir formaður, Guðbjörg Árnadóttir
gjaldkeri, Ragna Aðalbjörnsdóttir ritari.
Anna M. Tómasdóttir Efstu-Grund
-238-