Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 329
LÁTNIR1998
Goðasteinn 1999
maður Hrossaræktarsambands Norður-
lands 1964-66 og Hagsmunafélags
hrossabænda frá stofnun 1975-78. Þá
var hann einnig ritari í stjórn Lands-
sambands hestamannafélaga 1979-85.
Hann var formaður skólanefndar Tón-
listarskóla Rangæinga 1976-87 og
forseti Rótarýklúbbs Rangæinga 1977-
78. I hreppsnefnd Rangárvallahrepps
var hann 1970-78. Hér verður staðar
numið þótt fleira mætti telja, en ljóst er
að hann hefur látið sig málefni hesta-
manna og samtaka þeirra miklu skipta
og var hann þar enda brautryðjandi á
ýmsum sviðum. Má þar nefna upp-
byggingu hinnar glæsilegu aðstöðu á
Gaddstaðaflötum, þar sem hann sjálfur
hannaði og byggði hluta þeirra mann-
virkja sem þar hafa risið, en einnig var
hann frumkvöðull að ýmsu því er nú
tíðkast í mótshaldi og mati gæðing-
anna. Hann var sæmdur gullmerki
Landssambands hestamannafélaga árið
1989 og gerður að heiðursfélaga í
Félagi tamningarmanna 1990. Einnig
hlaut hann gullmerki Landssambands
iðnaðarmanna 1977 og var sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
1991.
Störf hans í þágu Tónlistarskóla
Rangæinga hafa borið ríkulegan ávöxt,
en „á þeim árum var unnið mikið og
erfitt brautryðjendastarf' eins og skóla-
stjóri kemst að orði í afmælisgrein um
Tónlistarskólann. Sjálfur var Sigurður
tónelskur og söngmaður ágætur, hafði
lengst ævinnar sungið í kórum og einn-
ig sem einsöngvari. Hann var einnig
eftirsóttur upplesari og flutti ritað mál
og ljóð af innlifun og myndugleika,
enda röddin honum hljómsterkt og þjált
verkfæri lil þeirra listbragða. Sigurður
var einnig mikill áhugamaður um leik-
list, - allt frá því hann tvítugur að aldri
steig á fjalirnar og lék sjálfan Skugga-
Svein með slíkum tilþrifum að enn er
til vitnað.
í Rótarýkúbbi Rangæinga starfaði
Sigurður nær frá upphafi hans 1966 og
reyndist þar sem annars staðar hinn
trausti liðsmaður og góði félagi, athug-
ull og tillögugóður, aldrei gefinn fyrir
að láta á sér bera, en þegar hann gekk
fram var eftir því tekið sem hann lagði
til mála. Fór þar saman fastmótuð
skoðun, meitlað málfar og skörulegur
flutningur. Var slík framganga einkenn-
andi fyrir Sigurð í hverju því máli sem
hann kom að og á hvaða vettvangi sem
var. Og fastur fyrir þegar á reyndi.
Sigurður var þríkvæntur. Var fyrsta
kona hans Una Huld Guðmundsdóttir
úr Hafnarfirði. Synir þeirra eru fjórir:
Haraldur, Valgarður, Hermóður og Þór-
hallur. Þau Una Huld og Sigurður
skildu. Arið 1953 kvæntist Sigurður
öðru sinni, Sigríði Agústsdóttur frá
Snotru í A-Landeyjum og eru börn
þeirra: Guðjón, Sigríður, Guðbjörg og
Ágúst. Þau Sigríður og Sigurður skildu
einnig. Fyrir hjónaband eignaðist Sig-
urður soninn Kristján með Sigurbjörtu
Kristjánsdóttur í Vestmannaeyjum.
Þriðja kona Sigurðar er Eveline Ella
Haraldsson, fædd í Þýskalandi. Þau
giftust árið 1978 og vantaði aðeins
tæpan mánuð í 20 ára brúðkaupsafmæli
þeirra er Sigurður lést. Börn Eveline og
stjúpbörn Sigurðar eru Ulf Denner,
Nils Denner og Ann-Linda Denner. Af-
komendahópur Sigurðar er því orðinn
stór: börn, stjúpbörn, barnabörn og
langafabörn og mun sú stórfjölskylda,
einnig að tengdabörnum meðtöldum,
-327-