Goðasteinn - 01.09.1999, Side 137
Goðasteinn 1999
lítil og þeirrar fordæmingar á eldri trú-
arbrögðum sem oft verður vart þar sem
trúarskiptum er komið á með miklum
sviptingum, gætti ekki hér á landi
fyrstu áratugi 11. aldar og lengur.
Boðun kristinnar trúar virðist hafa
verið mjög einföld á þessum árum og
vafningalaus. Þeir sem fluttu boðskap-
inn lögðu að því er best verður séð
megináherslu á að boða Krist sem al-
máttugan Guð samkvæmt einni grund-
vallarsetningu Aþanasíusarjátningar:
Faðir, Sonur og Heilagur andi eru hver
um sig almáttugur, Guð, Drottinn (ES
1989, 71). Um þennan boðskap vitnar
m. a. eftirfarandi vísa Skapta Þórodds-
sonar, ort skömmu eftir 1000:
Mcíttr es manka dróítins,
mestr, aflar goð flestu.
Kristr skóp ríkr, ok reisti
Róms hfll, verfld alla (SnE 1935,
206).
Vísan útleggst: Höfðingi munkanna
er máttugastur allra. Guð er öðrum
meiri. Hinn voldugi Kristur skapaði
allan heiminn og reisti Rómaborg.
Eilífur kúlnasveinn kallaði Krist
fyrst konung manna en síðan alls kon-
ung, pantokrator, í eftirfarandi vísu:
Himins dýrð lofar hölða,
liann es alls konungr, stilli (SnE
1935, 207).
Vísan útleggst: Himins dýrð veg-
samar konung mannanna (Guð); hann
er alheimskonungur.
Fyrstu kirkjur
Goðarnir íslensku, og aðrir þeir sem
verið höfðu í forustu í trúarefnum fyrir
kristnitöku, reistu fyrstu kirkjur á Is-
landi. Eru heimildir fyrir því að goðar
og gyðjur hafi reist kirkjur þegar fyrir
1010 sem sýnir hve fordómalaust og af
hve mikilli ábyrgð hinir sjálfskipuðu
forustumenn þjóðarinnar í andlegum
og veraldlegum efnum tóku hinum nýja
sið (JHA 1997, 137 og tilv. rit).3 Að
sjálfsögðu gátu hvorki goðar né gyðjur
þjónað sjálf við þær kirkjur sem reistar
voru á þessum tíma og urðu því að fá
lærða presta til þeirrar þjónustu. Var
altítt er fram liðu stundir að kirkjueig-
endur kostuðu unga menn til guðfræði-
náms sem síðan þjónuðu við kirkjurnar
fyrir eigendur þeirra eins og nánar er
kveðið á um í þjóðveldislögunum (Grg
Ia, 17-19).
Biskupar
Almenn kristin fræðsla mun hafa
verið af mjög skornum skammti hér á
landi fyrstu áratugi kristninnar. Nokkrir
trúboðsbiskupar dvöldust hér lengur
eða skemur, en starf þeirra var að sjálf-
sögðu mjög takmarkað og óskipulegt.
Gagngerð breyting varð til batnaðar
fyrir íslensku kirkjuna þegar Isleifur
Gissurarson var vígður til biskups árið
1056. Hann kom fyrstu raunverulegu
skipan á málefni kirkjunnar hér á landi
Hér er átt við Guðrúnu Ósvífursdóttur, sem
sögð er hafa átt hlut að kirkjubyggingu fyrir
1010.
-135-