Goðasteinn - 01.09.1999, Side 86
Goðasteinn 1999
og gista þar, en þar hefur aldrei verið
neinn kofi. Mun þessi missögn vera af
ókunnugleika Oskars. Standurinn er
nokkru suðaustar miðað við Markar-
fljót.
Síðla dags er Sigurgeir var kominn
inn í Reykjadali hafði hann ekki orðið
kinda var. Þá gerði á hann lítið él. Þeg-
ar það var gengið yfir gekk Sigurgeir
upp á hæð eina, sem þar var nærri, til
þess að sjá yfir hvort hann væri ekki á
réttri leið og hvort hann sæi kindur. Sá
hann að hann var á réttri leið, en engar
kindur, en í fjarska sá hann þrjá menn
koma ríðandi og stefna til hans. Kunni
hann ekki við annað en bíða þeirra þótt
hann mætti engan tíma missa, iöng leið
fyrir höndum og orðið áliðið dags.
Eftir nokkuð langa stund komu
þessir menn til hans. Voru það þeir
Arni í Látalæti, nú Múla, Guðbrandur á
Tjörfastöðum og Sæmundur á Lækjar-
botnum, allt bændur í Landsveit. Voru
þeir þeirra erinda að eitra fyrir refi.
Þótti þeim Landmönnum illt að vita
Sigurgeir þarna einan svo langt frá
þeim stað sem ákveðið var að hittast á
og óðum styttist í dimmu. Lögðu þeir
því fast að Sigurgeiri að koma með sér
að Landmannahelli og gista hjá þeim
um nóttina. Buðu þeir honum að reiða
hann síðla nætur, yrði hann þá kominn
til félaga sinna áður en bjart væri orðið
af degi. Við þessar fortölur þeirra
Landmanna lét Sigurgeir til leiðast og
fór með þeim að Landmannahelli og
gisti þar um nóttina. Reiddu þeir hann
svo síðla nætur eins og um var talað,
og var hann kominn yfir með birtingu.
En er hann kom að náttstað þeirra
hitti hann engan mann, en sá að þar
hefðu þeir komið, ekki var heldur nest-
ismatur hans þar. Allan þennan dag var
Sigurgeir á vappi í nágrenni Standsins.
Fann hann á þessum göngum sínum 7
eða 8 kindur, flest fráfærulömb. Lengst
komst hann í Grashagann, þar fann
hann tvö lömb. Kindur þessar voru
beggja megin Markarfljóts, óð hann
því nokkrum sinnum yfir Fljótið við að
tína kindurnar saman. Var hann því
nokkuð blautur, nóttin framundan og
ekki smakkað mat frá því hann fór úr
Landmannahelli. Þarna stóð hann yfir
kindunum næstu nótt í nálægð við
Standinn eða við kofann þar.
Þegar fór að birta af degi lagði Sig-
urgeir af stað til byggða með þær kind-
ur sem hann hafði þegar fundið en
nokkrar áttu eftir að bætast við. Aður
en hann yfirgaf kofann við Standinn
tók hann hurðarfleka sem þar var fyrir
dyrum og krotaði á hann með vasahníf
sínum orðin „Sigurgeir er farinn fram“,
ef samferðamenn hans kæmu síðar að
kofanum. Síðan lagði hann af stað og
öðru hvoru var hann að finna kindur.
Sumar af þeim voru austan við Markar-
fljót og mátti hann því vaða nokkrum
sinnum yfir Fljótið. Var hann því ekki
kominn lengra en að Hvítmögubóli er
aldimmt var orðið. í þætti Ó. E. segir
að Hvítmöguból sé skammt austan við
Sátu, en hið rétta er að það er við ána
Hvítmögu vestan við Markarfljót. Milli
þessara náttstaða er 10 - 12 kílómetra
Ieið.
Næstu nótt stóð Sigurgeir yfir kind-
-84-