Goðasteinn - 01.09.1999, Blaðsíða 162
Goðasteinn 1999
Landgæði munu hafa verið um
marga hluti miklu betri til búsetu á
landnámsöld en síðar varð. Stórskógar
á íslenskan mælikvarða voru á hraun-
um og holtum upp um allar sveitir. I
skjóli þeirra var gróður miklu grósku-
meiri en síðar hefur verið. Kornyrkja í
skógaskjóli var þá víða hagkvæm, þó
illa sprytti síðar á berangri. Umferð í
byggð mun þá víða hafa verið auðveld-
ari en síðar, þar eð vötn voru mörg
minni og bleytur trúlega líka. Utibeit
hefur víða verið með ágætum í skógum
og hríslendum, a.m.k. fyrir geldpening,
sem þá mun gjarnan hafa verið látinn
lifa á gaddinum. Þessum landgæðum
mun hafa hnignað fljótt á næstu öldum.
Landslagsbreytingar hafa ekki verið
miklar, en þó hefur verið bent á, að
minni háttar breytingar gætu hafa orðið
niðri í Landeyjum, af vatnagangi, aur-
burði og áfoki, sem gætu hafa breytt
landslagi til muna, afstætt séð, þar á
meðal á Bergþórshvoli. Landbrot
Þverár við Fijótshlíð hefur líka breytt
mjög aðstæðum að Hlíðarenda.
Gjörbreyting hefur orðið á uppblást-
urssvæðunum ofan við Keldur, sem
áður hafa verið í miðri sveit, en standa
nú sem útvörður við lindavökvaðar
gróðurvinjar í jaðri auðnarinnar. Víðar
hafa orðið breytingar, en þó má í heild
segja, að leiktjöldin standi enn lítið
breytt um sögusviðið, en töluvert hafi
skipt um málverkið á þeim.
ÍTAREFNI
Andrés Arnalds 1988: Landgæði á
íslandi fyrr og nú. Græðum Island.
Landgræðslan 80 ára. Landgræðsla
ríkisins. 13-32.
Ari Trausti Guðmundsson 1986:
Islandseldar. Eldvirkni á Islandi í
10.000 ár. Vaka - Helgafell.
Reykjavík. 168 s.
Árbækur Ferðafélags Islands 1931,
1960, 1966, 1972, 1976: (Um
Rangárþing og fjallalönd
Rangæinga.)
Árni Hjartarson 1995: Á Hekluslóðum.
Árbók Ferðafélag íslands 1995. 226 s.
Árni Hjartarson, Guðmundur J.
Guðmundsson og Hallgerður
Gísladóttir 1991: Manngerðir hellar
á íslandi. Bókaútgáfa
Menningarsjíðs. 332 s.
Ása L. Aradóttir 1995-1997: Ástand og
uppbygging vistkerfa. Græðum
ísland. Landgræðslan 1995-1997.
83 - 93.
Elsa G. Vilmundardóttir 1997:
Hekluhlaup. Goðasteinn 1997. 142-
148.
Elsa G. Vilmundardóttir og Árni
Hjartarson 1985: Vikurhlaup í
Heklugosum. Náttúrufræðingurinn,
55: 17 - 30.
Freysteinn Sigurðsson 1988: Fold og
vötn að Fjallabaki. Árbók
Ferðafélags íslands 1988. 181 - 182.
Freysteinn Sigurðsson 1992-1993:
Áhrif jarðfræðiafla á byggð og
búsetu. Goðasteinn 1992-1993. 30 -
52.
Guðrún Larsen 1988: Veiðivötn og
-160-