Goðasteinn - 01.09.1999, Qupperneq 33
Goðasteinn 1999
Halls í Dal undir Eyjafjöllum, Sigurðs-
sonar Seltyrnings Sighvatssonar, en
kona Þorsteins pr. Hallssonar taldi
hann að hefði verið Guðrún Haralds-
dóttir, sem bjó í Dal á síðari hluta 14.
aldar, faðir hennar hefði verið Haraldur
í Teigi, sem nefndur er í Teigsmáldaga
1332, og þannig hafi Dalur komist
undir yfirráð Guðrúnar, en Teigur til
Þorsteins. Sonur Ólafs hét Hallur og
það nafn gekk í ættinni, svo og nafnið
Þorsteinn, mjög líklegt þykir að Arni
biskup mildi hafi verið bróðir Halls.
Arni keypti síðar Hvalsnes af Ingunni
Gunnarsdóttur og gaf það systursyni
sínum, Helga lögmanni Guðnasyni.
Kona Ólafs Þorsteinssonar, móðir
Halls og líklega Arna biskups milda,
hét Ragnheiður. Valgeir Sigurðsson gat
þess til að hún kynni að hafa verið
dóttir Arna hirðstjóra Þórðarsonar.
Allt eru þetta lauslegar tilgátur, sem
ekki verða sannaðar. Það eitt má öruggt
telja að annaðhvort þeirra hjóna Björns
Einarssonar eða Sólveig Þorsteinsdóttir
hafa verið af ætt Kolbeins Auðkýlings
og Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Og eins
og áður segir eru engu minni líkur á að
það hafi verið Björn.
Það má líklegt telja að Stórólfshvoll
hafi gengið í ætt Kolbeins Auðkýlings
og Guðrúnar Þorsteinsdóttur, en erfitt
er að segja um hvernig í smáatriðum,
allt frá því að frú Þuríður bjó þar, til
þess er Einar Ormsson og Sesselja Þor-
steinsdóttir búa þar. Bróðir Sesselju
mun hafa heitið Hallur, hans sonur Jón
sýslumaður Hallsson, oft kenndur við
Næfurholt. Hann mun hafa átt Stór-
ólfshvol, svo taldi Valgeir Sigurðsson.
Grundarerfðir
Að lokum svo fáein orð um Grund-
arerfðir. Sighvatur Sturluson eignaðist
Grund á sinni tíð, og eftir hann börn
hans, fyrst Þórður kakali og síðar
Steinvör á Keldum, eftir Steinvöru
synir hennar. Loftur mun hafa verið
þeirra elstur, hans er fyrst getið 1251,
foreldrar hans giftust um 1231, og
hefur hann fæðst ekki löngu síðar. Þess
er getið, árið 1258 tók hann við búi á
Grund, en árin 1260 og 1262 er hann í
forsvari fyrir Rangæinga. Þegar leik-
menn hetja gagnsókn gegn kirkjuvald-
inu í staðamálum árið 1284 tók hann
Oddastað undir sig, en varð að hverfa
þaðan árið 1290. Þá mun hann hafa
flutt norður og búið á Grund síðustu
árin, hann dó 1312.
I máldaga Grundar kirkju frá 1318,
er getið gjafa sem „herra Loftur“ hafi
gefið kirkjunni, þar er einnig nefnd
„frú Þuríður“, sem e.t.v. hefur verið
kona Lofts, en er annars ókunn. Þar
næst er getið um Jón bónda, sem gaf
kirkjunni minningargjöf um Þórð
bróður sinn. Jón þessi virðist hafa búið
á Grund, einnig er í máldaganum getið
um Valgerði, sem gæti hafa verið kona
Jóns.
Ekki er með vissu, vitað um nein
börn Lofts. Margir hafa þó haft fyrir
satt að herra Björn Loftsson sem dó
árið 1312, sama ár og Loftur, hafi verið
sonur hans, er það dregið af nafna-
líkingum. Vera má að svo hafi verið, en
verður ekki sannað. En þó að svo hafi
-31-