Goðasteinn - 01.09.1999, Page 98
Goðasteinn 1999
Davíðsson, skýlisvörður á Þingvöllum.
Hann er fimm dægur í ferðinni alls
austur að Odda. Vagnbraut nær ekki
lengra en að Ægisíðu. Torfærur reynd-
ust engar á leiðinni, nema í Flóanum.
Ofaníburður horfinn þar á nokkuð
löngum kafla. I þessari fyrstu áætlunar-
ferð var vagn, sem tveim hestum var
beitt fyrir, nokkuð stór og gat flutt 6-
800 pund. Þessi póstvagn var fjórhjól-
aður með stórum hjólum, en mjóum
gjörðum. Hann var yfirbyggður, með
blæjum til skjóls og rúmaði fjóra eða
fimm farþega ásamt allmiklum far-
angri. Skipt var um hesta á Kotströnd í
Ölfusi.“
Árið 1902 tók alnafni bóndans að
Ægissíðu, Jón Guðmundsson póstur
við þessum vagnaflutningum. Hann var
kenndur við Laugaland í Reykjavík og
var atkvæðamikill umbótamaður í jarð-
rækt. Jón var ættaður úr Borgarfjarðar-
sýslu. Hann var fyrirhyggjusamur,
vandaði öll reiðver og fór á fætur á
gististöðum kl. 3-4 að næturlagi til að
gefa hestum sínum hey og vatn. Jón
póstur hafði þessa flutninga á hendi til
ársins 1906. Hann var lengi tregur til
að taka vagna í notkun, taldi að þeir
færu illa með hestana sína, sem hann
notaði í þessar ferðir, en þeir voru 20
talsins. Að Þjórsártúni kostaði far-
gjaldið með póstvögnunum kr. 4,25 en
alla leið austur að Ægissíðu kr. 5.00.
Árið 1896 tók fyrir sauðfjársölu til
Englands, en bændur fundu ráð til að
bæta sér upp tekjutapið og fáum árum
síðar, eða aldamótaárið, var stofnað
rjómabú að Seli í Hrunamannahreppi,
en rjómabúið við Rauðalæk í Holtum
var stofnað 1902. Rjómabú í Rangár-
vallasýslu risu síðar í Þykkvabæ, við
Minnivallalæk í Landmannahreppi, hjá
Minna-Hofi í Rangárvallahreppi, við
Grjótá í Fljótshlíðarhreppi og Smjör-
búið við Hofsá, en Hofsá er skammt
austan við Seljaland í Vestur-Eyja-
fjallahreppi. Smjörið var að mestu flutt
til Englands og voru kvartilin 105-120
pund að þyngd. Erfitt var að binda
smjörkvartélin í klyfjar og þyngdin of
mikil til þess að flytja þau langar leiðir
á klakki. Þetta kallaði á vagnaferðir.
Austan Ytri-Rangár fluttu menn smjör-
kvartélin út að Ægissíðu. Smjörbúið
við Hofsá undir Eyjafjöllum átti til
dæmis tvær kerrur, einn fjórhjólaðan
vagn og 11 hesta. Árið 1906 fara að
birtast auglýsingar í blöðum um
áætlunarferðir með hestvögnum austur
yfir Hellisheiði, svohljóðandi:
„Fólks- og vöruflutningar austur:
Eg undirritaður tek tilflutnings í
sumar allt austur að ÆGISIÐU:
1. fólk fullorðið fyrir kr. 3,50. Minna
fyrir börn.
2. Ymsar þungavörur fyrir 2, 1/4
eyrir pr pundið. Ferðirnar verða sem
nœst tvœr í hverri viku. Til fólksflutn-
inga verða hafðirfjórhjólaðir vagnar
með sætum og tjaldi yfir: Þegar ég er
hér í bænum verður mig helst að hitta
við Ishúsið. Ferðirnar munu hefjast eftir
7. júlí.
Staddur í Reykjavík, 25. júdí 1906.
Sigurþór Sigurðsson, smjörflutn-
ingamaður“.
-96-