Goðasteinn - 01.09.1999, Page 204
ANNÁLAR1998
Goðasteinn 1999
Sveitarfélög
sem til er. Þó eru vonir bundnar við að
hægt sé að afsetja nokkur hundruð tonn af
kartöflum til útflutnings, vegna afar
slæmrar uppskeru og erfiðleika við upp-
skerustörf víða í Evrópu.
Stærsti atvinnuveitandinn er eins og
áður Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar með
u.þ.b. 15 manns í vinnu, Þríhyrningur ehf.
starfrækir sláturhús í Þykkvabæ, Rangá
ehf. starfrækir trésmiðju í hreppnum, tvö
ferðaþjónustufyrirtæki eru starfrækt í
hreppnum og nokkrir aðilar pakka og
dreifa kartöflum. Flutningafyrirtæki S.A.
sér um flutninga á alls kyns vörum úr og í
Þykkvabæinn og fleiri staði á Suðurlandi,
og nokkrir aðilar starfa sjálfstætt við alls
kyns atvinnurekstur og þjónustustarfsemi.
Eitt nýtt fyrirtæki hóf starfsemi á árinu
1998 og ber það nafnið „Beint í pottinn
ehf.“ Mun það sérhæfa sig í úrvinnslu á
kartöflum, án þess að til komi suða eða
steiking.
Stjórnun
í hreppsnefnd Djúpárhrepps eru: Heim-
ir Hafsteinsson oddviti, Gestur Agústsson
varaoddviti, Halldóra Gunnarsdóttir,
Guðjón Guðnason og Sigurbjartur Pálsson.
Heimir Hafsteinsson.
Fljótshlíðarhreppur
íbúar í Fljótshlíðarhreppi voru 206
þann l.des. 1998, fækkaði um 7 frá 1. des.
1997. Karlar 121, 85 konur. Eitt barn
fæddist á árinu. Skráðar voru 68 íbúðir í
fasteignaskrá og sumarhús orðin 105. Sem
fyrr er mikil eftirspurn eftir jarðnæði í
Fljótshlíð.
Franikvæmdir og rekstur
Rekstur sveitarfélagsins var svipaður
og undanfarin ár. Sífellt er verið að færa
verkefni af ríkinu yfir á sveitarfélögin,
einnig að auka kröfur um það sem
sveitafélögin eiga að inna af hendi. Hefur
þessum kröfum verið svarað með því að
auka samvinnu sveitafélaganna á Suður-
landi um vissa málaflokka, sbr. skólamál,
sorphirðu, umhverfismál og fl. Hefur þetta
kallað á aukið fjármagn og vega þar þyngst
skólamálin sem taka til sín um 60% af
tekjum sveitarfélagsins.
Auk hefbundsins viðhalds var skólinn í
Stórólfshvoli innréttaður og er nú mjög
glæsilegur. Þar er nú gistipláss fyrir tæp-
lega 25 manns. Einnig var Bólstaður á
Einhyrningsflötum einangraður og klædd-
ur að innan.
Framkvæmdir einstaklinga voru þær
helstar að byggð voru 2 sumarhús, lokið
var við byggingu ca. 3000 fm. samkomu-
húss Hvítasunnumanna (Örkin) Kirkju-
lækjarkoti.
Skólamál
í Fljótshlíðarskóla voru 26 börn í 1-7
bekk, í Hvolsskóla voru 16 börn. Skóla-
haldið gekk vel. Gerður var sérsamningur
við kennara í Hvolsskóla varðandi launa-
mál, í framhaldi af því var einnig samið
við kennara í Fljótshlíðarskóla.
Atvinnumál og þjónusta
Skógrækt ríkisins á Tumastöðum var
sem fyrr stærsti einstaki atvinnurekandinn
í hreppnum. Samt hefur starfsemin verið
að dragast saman þar undanfarin ár og
virðist nokkur óvissa ríkja um framtíð
staðarins. Vekur það ugg meðal manna,
sérstaklega þegar haft er í huga hvernig fór
fyrir Tilraunastöðinni á Sámstöðum, þar
-202-